Komum þeim frá! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 29. desember 2014 07:00 Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu. Tökum nokkur dæmi: -Fjármálaráðherra lækkar skatta á stóreignafólk og útgerðarmenn en svíkur loforð um hækkun elli- og örorkulífeyris og hækkar matarskatt. -Heilbrigðisráðherra eykur álögur á sjúklinga um nærri tvo milljarða og stendur ráðalaus gagnvart fyrsta læknaverkfalli sögunnar á Íslandi. -Menntamálaráðherra meinar fólki yfir 25 ára aldri framhaldsskólavist, hækkar bókaskatt og vinnur skemmdarverk á Ríkisútvarpinu. -Umhverfisráðherra ætlaði að afturkalla náttúruverndarlög til að koma í veg fyrir að þau tækju gildi. -Utanríkisráðherra slengdi fram tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Komið var í veg fyrir það, a.m.k. tímabundið. -Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar fjölskyldustefnu en afturkallar lengingu fæðingarorlofsins, dregur lappirnar í málefnum fatlaðra og skilar auðu í húsnæðismálum. -Iðnaðarráðherra hefur eiginlega ekkert gert ef frá er talin framlagning frumvarps um náttúrupassa sem er klúður frá upphafi til enda. -Sjávarútvegsráðherra er erindreki útgerðarmanna – ekki almennings. Þess á milli vill hann flytja stofnanir á milli landshluta – af því bara. -Um störf fv. innanríkisráðherra má lesa í væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis. -Forsætisráðherra rífst og skammast við allt og alla. Hann útdeilir styrkjum með sms-um, sendir fjölmiðlum tóninn, vænir alþingismenn um lygar og vill fá geðþóttaheimild til að flytja ríkisstofnanir milli landshluta. Hann boðar róttæka rökhyggju sem virðist einna helst byggja á því að allir sem gagnrýna hann séu kjánar með annarleg markmið. Þjóðmenningarráðherranum virðist því líða best í útlöndum. Ríkisstjórnin er rúin trausti, fullkomlega skilningssljó og sendir hrokafull skilaboð til launafólks. Getum við sameinast um að nýársheitið fyrir árið 2015 verði að koma þeim frá?
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar