Aron: Hefði viljað sjá betri frammistöðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2015 21:52 Aron Kristjánsson var ekki parhrifinn af öllu í leik Íslands í kvöld. vísir/ernir „Það voru góðir kaflar í leiknum en líka mjög slakir kaflar, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Fréttablaðið eftir 30-24 tap gegn Svíum í vináttuleik í Kristianstad í kvöld. „Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru sérstaklega slæmar þar sem við gerðum marga tæknifeila og vorum seinir til baka í vörnina. Við náðum aðeins að stoppa þetta af undir lokin og spila þokkalega, en þetta var kaflaskipt,“ segir Aron. Ísland var án Aron Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnór Atlasonar og Alexanders Peterssonar í leiknum, en Aron notaði leikinn til að gefa þeim sem stóðu á barmi þess að komast til Katar lokatækifæri til þessa. „Við ákváðum að hvíla vissa menn í þessum leik, en nú fáum við tvo leiki þar sem við getum stillt upp okkar sterkasta,“ segir Aron, en HM-hópurinn verður valinn seinna í kvöld og verður spilað á honum í hinum leikjunum á þessu æfingamóti gegn Dönum og Slóvenum. „Þetta eru í heildina fimm leikir og þarna fengu nokkrir leikmenn fína reynslu - leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum. Það er gott upp á framhaldið. Núna fáum við tvo leiki með okkar besta lið sem er meira en nóg, en við verðum líka að passa að keyra ekki liðið út. Meiningin mað þessum leik var að gefa öðrum spilurum frekari reynslu.“ Aron viðurkennir fúslega að þeir sem ekki eru fastamenn í liðinu hefðu mátt standa sig betur, en á löngum köflum var ekki sjón að sjá strákana í leiknum, hvort sem heldur í vörn eða sókn. „Maður hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá nokkrum, en nú verður maður bara að meta stöðuna úr því sem komið er. Þetta miðast ekki bara við leikinn í kvöld heldur allan undirbúninginn og hvað okkur skortir taktískt,“ segir Aron, en Ísland mætir Svíþjóð svo aftur í riðlakeppni HM eftir viku. „Þessu leikur hafði auðvitað enga þýðingu nema bara að geta lært nokkra hluti sem þeir eru að gera og reyna að undirbúa okkur fyrir Katar. Þegar við mætum þangað verðum við klárir með okkar besta lið og mætum þeim að fullu,“ segir Aron Kristjánsson. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Það voru góðir kaflar í leiknum en líka mjög slakir kaflar, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Fréttablaðið eftir 30-24 tap gegn Svíum í vináttuleik í Kristianstad í kvöld. „Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru sérstaklega slæmar þar sem við gerðum marga tæknifeila og vorum seinir til baka í vörnina. Við náðum aðeins að stoppa þetta af undir lokin og spila þokkalega, en þetta var kaflaskipt,“ segir Aron. Ísland var án Aron Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnór Atlasonar og Alexanders Peterssonar í leiknum, en Aron notaði leikinn til að gefa þeim sem stóðu á barmi þess að komast til Katar lokatækifæri til þessa. „Við ákváðum að hvíla vissa menn í þessum leik, en nú fáum við tvo leiki þar sem við getum stillt upp okkar sterkasta,“ segir Aron, en HM-hópurinn verður valinn seinna í kvöld og verður spilað á honum í hinum leikjunum á þessu æfingamóti gegn Dönum og Slóvenum. „Þetta eru í heildina fimm leikir og þarna fengu nokkrir leikmenn fína reynslu - leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum. Það er gott upp á framhaldið. Núna fáum við tvo leiki með okkar besta lið sem er meira en nóg, en við verðum líka að passa að keyra ekki liðið út. Meiningin mað þessum leik var að gefa öðrum spilurum frekari reynslu.“ Aron viðurkennir fúslega að þeir sem ekki eru fastamenn í liðinu hefðu mátt standa sig betur, en á löngum köflum var ekki sjón að sjá strákana í leiknum, hvort sem heldur í vörn eða sókn. „Maður hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá nokkrum, en nú verður maður bara að meta stöðuna úr því sem komið er. Þetta miðast ekki bara við leikinn í kvöld heldur allan undirbúninginn og hvað okkur skortir taktískt,“ segir Aron, en Ísland mætir Svíþjóð svo aftur í riðlakeppni HM eftir viku. „Þessu leikur hafði auðvitað enga þýðingu nema bara að geta lært nokkra hluti sem þeir eru að gera og reyna að undirbúa okkur fyrir Katar. Þegar við mætum þangað verðum við klárir með okkar besta lið og mætum þeim að fullu,“ segir Aron Kristjánsson.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00
Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44