Löt og værukær stjórnarandstaða Sigurjón M. Egilsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Í gær bárust fréttir af því að þingmenn Pírata hafi samið frumvarp og lagt fram á þingi, þar sem gert er ráð fyrir að bann við guðlasti verði afnumið. Fátt annað er að frétta af stjórnarandstöðunni. Össur Skarphéðinsson er jú kominn á Facebook og þar með margfaldaðist tjáning stjórnarandstöðuþingmannanna tuttugu og fimm. Hinir tuttugu og fjórir höfðu látið lítið fyrir sér fara að undanförnu, þar til í gær að Píratar vöknuðu. Annað er ekki að frétta frá þingflokkunum fjórum sem skipa stjórnarandstöðuna á Íslandi. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna þótt nýskipaður innanríkisráðherra ætli kirkjunni meira en sex hundruð milljónir króna. Hingað til var haldið að fjárveitingavaldið væri hjá Alþingi. Nú ber svo við að ráðherra, sem hefur ekki einu sinni atkvæðisrétt á þinginu, lofar háum fjárhæðum úr ríkissjóði án þess að einn einasti þingmaður stjórnarandstöðuflokkanna svo mikið sem stynji. Sama á reyndar við um hagræðingarhetjurnar Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson. Hvar er pólitíkin? Um hvað er tekist á í landinu? Svarið er að það er bara ekkert. Hreint ótrúlegt er að enginn í stjórnarandstöðunni geri eina einustu athugasemd við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lækna tengda kjarasamningunum. Þar segir orðrétt: „Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum…“ Þarna er skrifað í yfirlýsingu og undirritað það sem heilbrigðisráðherra hefur rætt og fleiri um að efla aðkomu einkaaðila að heilbrigðisþjónustunni. Hér vantar pólitísk viðbrögð. Í útvarpsviðtali sagði Kristján Þór Júlíusson, þá nýskipaður ráðherra, að ýmislegt annað væri í boði „heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stefnumótandi á grunni löggjafar sem Alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari um að annast rekstur en ráðuneytin sjálf.“ Hægt er að finna viðbrögð við þannig áformum, en í júní í fyrra skrifaði Steingrímur J. Sigfússon: „Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé.“ Kannski á þetta viðhorf enn við, hver veit. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lækna segir enn fremur: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd…“ Eins og kemur fram í frétt hér í blaðinu í dag mun þetta kosta tugi milljarða á ári eigi að standa við það sem sagt er. Hér eru nefnd nokkur dæmi um stórpólitísk mál án þess að stjórnarandstöðuþingmennirnir tuttugu og fimm hafi sérstaka skoðun á tugmilljarða greiðslum til þjóðkirkjunnar, auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu eða loforðum um gjörbyltingu í heilbrigðismálum. Ef stjórnarnandstaðan er sammála, beygir sig og bugtar fyrir ríkisstjórnin fer best á að hún geri það á sýnilegan hátt. Ef ekki, þá ber stjórnarandstöðunni að láta í sér heyra, benda á hvað er rangt að hennar mati, hvað eigi frekar að aðhafast. Fleiri dæmi eru til um sofandahátt stjórnarandstöðunnar. Hún á að standa vaktina og takist á við ríkisstjórnina þar sem línur skerast. Hafi hún eitthvað að segja. Ef ekki, þegir hún þunnu hljóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Í gær bárust fréttir af því að þingmenn Pírata hafi samið frumvarp og lagt fram á þingi, þar sem gert er ráð fyrir að bann við guðlasti verði afnumið. Fátt annað er að frétta af stjórnarandstöðunni. Össur Skarphéðinsson er jú kominn á Facebook og þar með margfaldaðist tjáning stjórnarandstöðuþingmannanna tuttugu og fimm. Hinir tuttugu og fjórir höfðu látið lítið fyrir sér fara að undanförnu, þar til í gær að Píratar vöknuðu. Annað er ekki að frétta frá þingflokkunum fjórum sem skipa stjórnarandstöðuna á Íslandi. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna þótt nýskipaður innanríkisráðherra ætli kirkjunni meira en sex hundruð milljónir króna. Hingað til var haldið að fjárveitingavaldið væri hjá Alþingi. Nú ber svo við að ráðherra, sem hefur ekki einu sinni atkvæðisrétt á þinginu, lofar háum fjárhæðum úr ríkissjóði án þess að einn einasti þingmaður stjórnarandstöðuflokkanna svo mikið sem stynji. Sama á reyndar við um hagræðingarhetjurnar Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson. Hvar er pólitíkin? Um hvað er tekist á í landinu? Svarið er að það er bara ekkert. Hreint ótrúlegt er að enginn í stjórnarandstöðunni geri eina einustu athugasemd við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lækna tengda kjarasamningunum. Þar segir orðrétt: „Opna þarf möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum…“ Þarna er skrifað í yfirlýsingu og undirritað það sem heilbrigðisráðherra hefur rætt og fleiri um að efla aðkomu einkaaðila að heilbrigðisþjónustunni. Hér vantar pólitísk viðbrögð. Í útvarpsviðtali sagði Kristján Þór Júlíusson, þá nýskipaður ráðherra, að ýmislegt annað væri í boði „heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stefnumótandi á grunni löggjafar sem Alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari um að annast rekstur en ráðuneytin sjálf.“ Hægt er að finna viðbrögð við þannig áformum, en í júní í fyrra skrifaði Steingrímur J. Sigfússon: „Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing þó í felulitum sé.“ Kannski á þetta viðhorf enn við, hver veit. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og lækna segir enn fremur: „Heilbrigðiskerfið búi við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og önnur Norðurlönd…“ Eins og kemur fram í frétt hér í blaðinu í dag mun þetta kosta tugi milljarða á ári eigi að standa við það sem sagt er. Hér eru nefnd nokkur dæmi um stórpólitísk mál án þess að stjórnarandstöðuþingmennirnir tuttugu og fimm hafi sérstaka skoðun á tugmilljarða greiðslum til þjóðkirkjunnar, auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu eða loforðum um gjörbyltingu í heilbrigðismálum. Ef stjórnarnandstaðan er sammála, beygir sig og bugtar fyrir ríkisstjórnin fer best á að hún geri það á sýnilegan hátt. Ef ekki, þá ber stjórnarandstöðunni að láta í sér heyra, benda á hvað er rangt að hennar mati, hvað eigi frekar að aðhafast. Fleiri dæmi eru til um sofandahátt stjórnarandstöðunnar. Hún á að standa vaktina og takist á við ríkisstjórnina þar sem línur skerast. Hafi hún eitthvað að segja. Ef ekki, þegir hún þunnu hljóði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun