Læknasamningarnir gerðir við sérstakar aðstæður Viktoría Hermannsdóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Undirritun yfirlýsingarinnar. Þorbjörn Jónsson, Illugi Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson og Kristín Huld Haraldsdóttir. Fréttablaðið/Viktoría Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“ Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira