Í myndbandinu, sem getur vakið óhug, sjást lík liggja á gólfinu í versluninni þegar lögreglumennirnir opna hana. Fjölmargir lögreglumenn tóku þátt í árásinni.
Sjá má lögreglumennina opna öryggishlið og hurð verslunarinnar áður en þeir skiptast á skotum við Coulibaly. Lögreglumennirn kasta þá blossasprengju e. Stun grenade. Þá hleypur Coulibaly út um dyrnar og er skotinn margsinnis af lögreglumönnunum.
Þegar lögreglumennirnir ryðjast inn í verslunina hlaupa gíslarnir út. Alls var 15 gíslum bjargað.
Þá má sjá á myndbandinu að einn lögreglumaður særðist og var dreginn á brott af félögum sínum.
Uppfært 22:30
Yfirvöld ytra hafa nú staðfest að gíslarnir sem létu lífið voru skotin til bana af Coulibaly þegar hann réðst inn í verslunina. Enginn lést í árás lögreglunnar.
Ekki er ljóst hvort að Coulibaly hafi verið notið aðstoðar, en í fyrstu lýsti lögreglan eftir 26 ára konu, en þau voru bæði grunuð um að hafa skotið lögreglukonu í París í gær. Lögreglan leitar nú að Hayat Boumeddiene.
Uppfært
Í fyrstu stóð að gísl hefði hlaupið í skotlínu lögreglumanna og Coulibaly, en ljóst er að það var hann sjálfur sem hljóp út. Það hefur nú verið leiðrétt.
Exclusif France 2 : les images du face-à-face... by francetvinfo