Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 14:50 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Anton Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira