Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 14:50 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Anton Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira