Bræður sem voru smáglæpamenn en urðu róttæklingar Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2015 12:08 Bræðurnir Chérif og Said Kouachi. Vísir/AFP Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“. Charlie Hebdo Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Mikil leit stendur nú yfir í Frakklandi að bræðrunum Said og Chérif Kouachi sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásina í París í gær. Yfirvöld hafa lengi fylgst með bræðrunum og hefur þeim meðal annars verið lýst sem „meðvituðum öfgamönnum“. Hryðjuverkadeild frönsku lögreglunnar hefur fylgst með yngri bróðurnum, hinum 32 ára Chérif, í um tíu ár. Said er 34 ára. Tólf manns létust og ellefu særðust þegar bræðurnir réðust inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gærmorgun. Chérif Kouachi, fæddist árið 1982 í 10. hverfi Parísarborgar, og eru foreldrar þeirra bræðra af alsírskum uppruna. Þeir urðu þá snemma munaðarlausir og ólust upp á heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Rennes. Chérif stundaði nám sem íþróttarakennari og flutti síðar til Parísarborgar með bróður sínum Said og flutti þá inn á Frakka sem hafði snúist til íslamstrúar. Chérif hefur einnig gengið undir nafninu „Abou Issen“. Chérif hóf störf sem pizzasendill í París og sótti oft í Stalingrad-moskuna á Rue Tanger. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi mikið litið upp til annars íslamista, Farid Benyettou, sem leitaði nýrra liðsmanna fyrir hryðjuverkasamtökin Al Qaeda í Írak.„Ekki með skegg“Lögregla hafði fyrst afskipti af Chérif í janúar 2005 eftir að hann missti af flugi til Sýrlands til að síðar ferðast til Íraks. Hann sat í fangelsi milli 2005 og 2006 og var síðast dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að hafa tekið þátt í að safna nýrra liðsmanna hryðjuverkasamtaka til að ferðast til Íraks. Í frétt Libération segir að þáverandi lögmaður Chérif hafi sagt að hann væri meiri kannabisreykingamaður en íslamisti. Lýsti hann einnig skjólstæðingi sínum sem „tímabundnum múslíma“. „Hann reykir, drekkur, er ekki með skegg og á kærustur.“ Annar lögmaður lýsti Chérif sem „trufluðri sál sem sé móttækileg fyrir alls kyns hugmyndum“.Nýjar áherslur eftir stríðið Í fréttinni segir að Íraksstríðið og meðferðin á múslímskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hafi fengið hann til að skipta um fókus. Fyrir fangelsisdóminn vann hann í fiskborði í stórmarkaði. Árið 2010 kom nafn Chérif upp í tengslum við rannsókn máls þar sem hópur manna vann að því að ná íslamistanum Smain Ait Belkacem úr fangelsi. Belkacem var dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á árásinni á neðanjarðarlestarstöðinni RER Musée d‘Orsay árið 1995 þar sem þrjátíu manns særðust.„Hafa ferðast til Sýrlands“Eldri bróðirinn, hinn 34 ára Said Kouachi, fæddist einnig í 10. hverfi Parísarborgar. Nafn hans kom einnig upp í tengslum við málið tengt Belkacem, en var ekki rannsakað frekar. Báðir bræðurnar eru sagðir hafa ferðast til Sýrlands, og hefur Le Point eftir heimildarmanni sínum innan lögreglunnar að þeir séu „smáglæpamenn sem hafi orðið róttækir“.
Charlie Hebdo Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira