Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 16:39 Skopmyndateiknararnir Wolinski, Cabu, Charb og Tignous. Vísir/AFP Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir á ritstjórnarskrifstofum franska tímaritsins í 11. hverfi Parísarborgar í morgun. Tólf manns létust í árásinni og sjö særðust, þar af nokkrir lífhættulega. Charbonnier, betur þekktur sem „Charb“, var 47 ára og hafði áður borist líflátshótanir og notið lögregluverndar.Í frétt BBC kemur fram að hann hafi setið ritstjórnarfund ásamt öðrum þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn á skrifstofur blaðsins með Kalashnikov-riffla. Sjónarvottar segja mennina ítrekað hafa hrópað „Allah akbar!“ eða „Guð er mikill“. Teiknarar blaðsins gengu allir undir gælunöfnum, en hinir teiknararnir sem létust hétu Cabu. Tignous og Wolinski. Charb hafði áður varið birtingu tímaritsins á myndum af Múhameð spámanni. „Múhameð er mér ekki heilagur,“ sagði Charb eftir að eldsprengju hafði verið kastað á bygginguna sem hýsti skrifstofur blaðsins árið 2012. „Ég skil vel að múslímar hlæi ekki að teikningum okkar. Ég lifi samkvæmt frönskum lögum. Ég lifi ekki samkvæmt lögum Kóransins.“ Teikningar blaðsins beindust þó ekki einungis að íslam, heldur einnig öðrum trúarbrögðum og hægri öfgaflokkum. Charb teiknaði í vikunni mynd sem virðist hafa virt skelfilega sannspá. Efst var að finna textann „Enn engar árásir í Frakklandi“ en fyrir neðan var mynd af íslömskum hryðjuverkamanni sem segir „Bíddu! Við höfum enn tíma til loka janúar til að framkvæma okkar vilja.“ Charb tók við ritstjórn tímaritsins árið 2012. Blaðið var fyrst gefið út árið 1969 en útgáfunni var hætt árið 1981. Blaðið var hins vegar endurvakið árið 1992. Skrifstofur blaðsins eyðilögðust árið 2012 eftir að bensínsprengju hafði verið kastað á bygginguna, degi eftir að Múhameð spámaður var útnefndur ritstjóri næsta tölublaðs. Charbonnier sagði þá atvikið vera beina árás á frelsið sjálft og verk öfgafullra hálfvita, sem á engan hátt endurspegluðu franska múslíma. Sagði hann árásina sýna að Charlie Hebdo ætti fullan rétt á að storka íslamistum og „gera líf þeirra erfiðara, nákvæmlega eins og þeir gera líf okkar erfiðara.“ Fastur myndadálkur Charb í tímaritinu nefndist „Charb líkar ekki við fólk“.Charb tók við ritstjórn blaðsins árið 2012.Vísir/AFPMore ABC News Videos | ABC World News
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Ráðist á málfrelsið í sinni jákvæðustu mynd Halldór Baldursson skopmyndateiknari er í sjokki vegna árásanna í París í morgun. 7. janúar 2015 15:59
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00