5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 14:15 Fjölskylda frá Sýrlandi komin til borgarinnar Trípolí í Líbanon. Þau fengu hæli í Úrúgvaí ásamt rúmlega 100 öðrum sýrlenskum flóttamönnum. VÍSIR/AP 5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
5,5 milljónir manna flúðu heimili sín vegna stríðs í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar á fyrstu sex mánuðum ársins 2014 en þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu. Um mitt það ár nutu 46,3 milljónir manna aðstoðar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) en það er 3,4 milljónum meira en í árslok 2013 og er metfjöldi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu UNHCR höfðu 5,5 milljónir orðið að flýja, þar af 1,4 yfir alþjóðleg landamæri og teljast þar með flóttamenn samkvæmt alþjóðalögum. Aðrir eru á flótta innan landamæra heimalanda sinna. Sýrlendingar eru nú í fyrsta skipti fjölmennasti hópur flóttamanna sem Flóttamannahjálpin aðstoðar. Palestínumenn njóta hins vegar aðstoðar UNRWA, sérstakrar stofnunar SÞ um þeirra málefni. Afganir hafa verið fjölmennastir um rúmlega þriggja áratugaskeið. Sýrlenskir flóttamenn eru nú 23% allra flóttamanna sem UNHCR aðstoðar. Þrátt fyrir að Afganir séu nú aðeins næst fjölmennastir eru þeir mjög fjölmennir, eða 2,7 milljónir. Á eftir Sýrlandi og Afganistan hafa flestir flúið frá eftirfarandi ríkjum: Sómalíai (1,1 milljón), Súdan (670 þúsund), Suður-Súdan (509 þúsund), Lýðveldið Kongó (493 þúsund), Myanmar (480 þúsund) og Írak 426 þúsund). Pakistan, hýsir flesta flóttamenn allra ríkja heimsins eða 1,6 milljónir Afgana. Önnur ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda flóttamanna eru Líbanon (1,1 milljón), Íran (982 þúsund), Tyrkland (824 þúsund), Jórdanía (737 þúsund), Eþíópía (588 þúsund), Kenía (537 þúsund) og Tsjad (455 þúsund). Í skýrslu Flóttamannahjálparinnar er einnig litið til þess hversu hátt hlutfall flóttamanna er af íbúatölu og efnahag móttökulandsins. Miðað við íbúafjölda hafa Líbanon og Jórdaníu tekið á móti flestum flóttamönnum, en sé miðað við stærð hagkerfisins eru þyngstar byrðar lagðar á Eþíópiú og Pakistan. Þegar tillit hefur verið tekið til þeirra sem snúið hafa aftur heim og tölur hafa verið endurskoðaðar var fjöldi þeirra sem eru landflótta eða flóttamenn í heimalöndum sínum 46,3 miljónir um mitt síðasta ár. Gera má ráð fyrir að tölur yfir þá sem flosnað hafa upp innan heimalandsins séu í raun hærri því tölur UNHCR ná einungis yfir þau ríki sem leitað hafa aðstoðar Flóttamannahjálparinnar. Flóttamenn sem leitað hafa skjóls í öðrum ríkjum og njóta lagalegrar stöðu sem slíkir eru nú 13 milljónir og hafa aldrei verið fleiri. „Árið 2014 hefur fjöldi fólks sem við sinnum aukist meir en dæmi eru um. Svo lengi sem alþjóðasamfélagið er ekki í stakk búið til að finna pólitískar lausnir á deilumálum sem leitt hafa til átaka, er það hlutskipti okkar að takast á við hörmulegar mannlegar afleiðingar,” segir António Guterres, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR).Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira