Besta ár Opel í langan tíma Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 13:44 Opel Corsa er að koma af nýrri kynslóð og pantanir í bílinn streyma inn. Opel er á ágætu flugi og bætti við sig í sölu í Evrópu í fyrra þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður í álfunni, ekki síst í austurhluta hennar. Opel seldi alls 1,1 milljón bíla í Evrópu og voru sumir þeirra undir merkjum Vauxhall, en í Bretlandi bera Opel bílar merki Vauxhall. Var þetta 3% meiri sala en árið á undan og er það prósentinu hærra en vöxtur í sölu bíla í álfunni reyndist árið 2014. Markaðshlutdeild Opel óx fyrir vikið, eða um 0,1% og var 5,74% í Evrópu árið 2014. Opel jók við markaðshlutdeild sína á mörgum af lykilmörkuðum fyrirtækisins, eins og í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni. Salan í Póllandi jókst um 42%, í Írlandi um 33% og 28% í Portúgal. Annað var uppá teningnum í Rússlandi, en sala allra framleiðenda minnkaði umtalsvert þar. Rússland er mjög mikilvægur markaður fyrir Opel og því var höggið þar afar þungt. Ný kynslóð Opel Corsa verður kynnt í löndum Evrópu á næstu vikum og hafa 85.000 pantanir borist í bílinn og er eftirspurn eftir honum mjög mikil. Ekki er heldur langt í minnsta bíl Opel, Karl, sem er ný bílgerð framleiðandans og verður hann kominn í sölu í sumar. Ný Astra verður svo kynnt í lok þessa árs. Opel er í mikilli sókn og ætlar að kynna 27 nýja og endurnýja bíla til ársins 2018 og 17 nýjar vélargerðir. Stefnt er á að ná 8% markaðshlutdeild Opel í Evrópu þegar árið 2022 gengur í garð. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent
Opel er á ágætu flugi og bætti við sig í sölu í Evrópu í fyrra þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður í álfunni, ekki síst í austurhluta hennar. Opel seldi alls 1,1 milljón bíla í Evrópu og voru sumir þeirra undir merkjum Vauxhall, en í Bretlandi bera Opel bílar merki Vauxhall. Var þetta 3% meiri sala en árið á undan og er það prósentinu hærra en vöxtur í sölu bíla í álfunni reyndist árið 2014. Markaðshlutdeild Opel óx fyrir vikið, eða um 0,1% og var 5,74% í Evrópu árið 2014. Opel jók við markaðshlutdeild sína á mörgum af lykilmörkuðum fyrirtækisins, eins og í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni. Salan í Póllandi jókst um 42%, í Írlandi um 33% og 28% í Portúgal. Annað var uppá teningnum í Rússlandi, en sala allra framleiðenda minnkaði umtalsvert þar. Rússland er mjög mikilvægur markaður fyrir Opel og því var höggið þar afar þungt. Ný kynslóð Opel Corsa verður kynnt í löndum Evrópu á næstu vikum og hafa 85.000 pantanir borist í bílinn og er eftirspurn eftir honum mjög mikil. Ekki er heldur langt í minnsta bíl Opel, Karl, sem er ný bílgerð framleiðandans og verður hann kominn í sölu í sumar. Ný Astra verður svo kynnt í lok þessa árs. Opel er í mikilli sókn og ætlar að kynna 27 nýja og endurnýja bíla til ársins 2018 og 17 nýjar vélargerðir. Stefnt er á að ná 8% markaðshlutdeild Opel í Evrópu þegar árið 2022 gengur í garð.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent