Strax einn látinn í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 14:45 Pólverjinn Michal Hernik lést á þriðja degi París-Dakar keppninnar. Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Þolaksturskeppnin París-Dakar hefur í gegnum tíðina krafist margra mannslífa, enda afar hættuleg keppni. Ekki var langt liðið á keppnina í ár er einn keppenda í mótorhjólaflokki týndi lífi við aksturinn. Gerðist það í dag, á þriðja degi keppninnar, og hinn látni er 39 ára gamall Pólverji að nafni Michael Hernik. Ekki liggur alveg fyrir hvernig hann dó, en svo virðist sem hann hafi ekki lent í árekstri eða velt hjólinu, enda er hjól hans í heilu lagi. Keppnishaldarar hófu að leita að hinum látna er hann skilaði sér ekki í mark á einni sérleiða þessa þriðja dags og fannst hann 300 metrum frá réttri slóð sérleiðarinnar. Pólverjinn var að keppa í fyrsta sinni í París-Dakar keppninni, en hann hafði þó reynslu frá Abu Dhabi Desert Challenge keppninni frá því í fyrra, sem og Marocco Rally frá árinu 2013. Myndin að ofan er af hinum látna, Michal Hernik, tekin rétt fyrir ræsingu á fyrsta degi París-Dakar. Í fyrra lést belgískur mótorhjólamaður í keppninni, en einnig tveir áhorfendur. Hernik er 28. keppandinn til að látast í keppninni en auk þeirra hafa áhorfendur, blaðamenn og gangandi vegfarendur týnt lífi.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent