Kristján Freyr Halldórsson hefur verið ráðinn sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni H:N Markaðssamskiptum. Kristján Freyr starfaði um árabil sem verslunarstjóri hjá Máli og menningu á Laugavegi.
Kristján Freyr er meðal annars þekktur fyrir trommuleik sinn með hinum ýmsum hljómsveitum, þar á meðal með Prins Póló, Reykjavík!, Dr. Gunna og Geirfuglunum.
Hann er uppalinn Hnífsdælingur, með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði og nam íslensku og ensku frá Háskóla Íslands. Hann hefur komið víða við á ferli sínum situr meðal annars í framkvæmdastjórn Aldrei fór ég suður – rokkhátíðar alþýðunnar og sat í framkvæmdastjórn Miðborgarinnar okkar.
Kristján Freyr er dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og var um tíma framkvæmdastjóri Kimi Records. Þá sat hann í bæjarstjórn Ísafjarðar 1996-1998 fyrir hönd Funklistans.
Kristján Freyr er giftur Bryndísi Stefánsdóttur kennara og eiga þau tvö börn.
„Kristján Freyr hefur afar víðtæka reynslu sem á eftir að nýtast okkur og viðskiptavinum okkar vel,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta.
„Hann hefur þess utan skipað stóran sess í miðbænum síðustu ár og við vildum alls ekki missa hann héðan. Við getum líka alltaf á okkur trommurum bætt.“
H:N Markaðssamskipti eru ein elsta auglýsingastofa landsins og fagnar 25 ára afmæli sínu í ár.
Kristján Freyr til H:N Markaðssamskipta
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura
Viðskipti innlent


Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent

Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent

