Kristján Freyr Halldórsson hefur verið ráðinn sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni H:N Markaðssamskiptum. Kristján Freyr starfaði um árabil sem verslunarstjóri hjá Máli og menningu á Laugavegi.
Kristján Freyr er meðal annars þekktur fyrir trommuleik sinn með hinum ýmsum hljómsveitum, þar á meðal með Prins Póló, Reykjavík!, Dr. Gunna og Geirfuglunum.
Hann er uppalinn Hnífsdælingur, með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði og nam íslensku og ensku frá Háskóla Íslands. Hann hefur komið víða við á ferli sínum situr meðal annars í framkvæmdastjórn Aldrei fór ég suður – rokkhátíðar alþýðunnar og sat í framkvæmdastjórn Miðborgarinnar okkar.
Kristján Freyr er dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og var um tíma framkvæmdastjóri Kimi Records. Þá sat hann í bæjarstjórn Ísafjarðar 1996-1998 fyrir hönd Funklistans.
Kristján Freyr er giftur Bryndísi Stefánsdóttur kennara og eiga þau tvö börn.
„Kristján Freyr hefur afar víðtæka reynslu sem á eftir að nýtast okkur og viðskiptavinum okkar vel,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta.
„Hann hefur þess utan skipað stóran sess í miðbænum síðustu ár og við vildum alls ekki missa hann héðan. Við getum líka alltaf á okkur trommurum bætt.“
H:N Markaðssamskipti eru ein elsta auglýsingastofa landsins og fagnar 25 ára afmæli sínu í ár.
Kristján Freyr til H:N Markaðssamskipta
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent