Al-Attiyah með forystuna í París-Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 09:45 Al-Attiyah á fullri ferð á Mini bíl sínum. Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Hin árlega þolaksturskeppni París-Dakar er hafin og fer hún fram í þremur löndum í S-Ameríku eins og undanfarin ár vegna þeirra rósta sem forsvarsmenn keppninnar hræðast í Afríku. Sigurvegari fyrstu dagleiðarinnar í flokki bíla var Nasser Al-Attiyah á Mini bíl. Hann er með 22 sekúndna forystu á helstu von Argentínumanna, Orlando Terranova eftir þess fyrstu dagleið sem var 175 km löng. Þessi fyrst dagleið hófst í Buenos Aires og endaði í Villa Carlos Paz í Argentínu. Í þriðja sæti kom svo bandaríski ökumaðurinn Robby Gordon, einni mínútu og 4 sekúndum á eftir Al-Attiyah. Stærstu fréttir þess fyrsta dags voru hinsvegar ófarir sigurvegarans frá því í fyrra, Nani Roma, en bíll hans bilaði eftir aðeins fáeina kílómetra akstur og tapaði hann ekki nokkrum mínútum á þessari fyrstu dagleið, heldur nokkrum klukkutímum. Það er því orðið nokkuð ljóst að hann mun ekki verja titil sinn þetta árið. Í flokki mótorhjóla tók breski ökuþórinn Sam Sunderland forystuna í gær á KTM hjóli og er með nokkurra sekúndna forystu á Paulo Goncalves á Honda hjóli.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent