Jóhann Berg Guðmundsson þrumaði boltanum í netið af 20 metra færi fyrir Charlton í dag sem tapaði gegn Blackburn í FA-bikarnum í dag.
Jóhann Berg jafnaði metin á 54. mínútu, en fjórum mínútum síðar kom Chris Taylor Blackburn aftur yfir með sínu öðru marki. Lokatölur 2-1 Blackburn í vil.
Kári Árnason og félagar í Rotherham fengu skell gegn Bournemouth á heimavelli, 1-5. Kári lék allan leikinn í liði Rotherham sem komst yfir í leiknum.
Eiður Smári Guðjohnsen kom inná á 88. mínútu í liði Boltan sem lagði Wigan að velli. Zach Clough skoraði eina mark leiksins stundarfjórðungi fyrir leikslok.
