Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Þýskaland 24-31 | Dagur vann öruggan sigur Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 4. janúar 2015 00:01 Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Höllinni og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Ísland hóf leikinn frábærlega. 6/0 vörnin gekk frábærlega og liðið skoraði fimm af sex fyrstu mörkum leiksins. Þýska liðið átti í vandræðum með að skapa sér færi og þegar liðið náði skot var Björgvin Páll Gústavsson frábær í markinu. Vörnin var góð allan fyrri hálfleikinn en sóknarleikurinn hikstaði er leið á hálfleikinn og Þýskaland náði að komast fyrir hálfleik en Vignir Svavarsson jafnaði leikinn frá miðju á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 11-11. Ísland sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Þýskaland skoraði fyrstu mörkin og keyrði yfir íslenska liðið og voru úrslitin í raun ráðin þegar nokkuð var eftir af leiknum. Íslenska vörnin sem var svo góð í fyrri hálfleik gaf eftir og lítið gekk sóknarlega þar til í lokin þegar leikurinn var tapaður. Íslenska liðið saknaði Arons Pálmarssonar en hvorki Arnór Atlason né Sigurbergur Sveinsson náðu sér á strik í vinstri skyttunni.Alexander Petersson fór fyrir Íslandi í markaskorun í fyrri hálfleik og mikilvægi Snorra Steins Guðjónssonar sýndi sig þegar sóknarleikurinn hrundi þær mínútur sem hann var út af í seinni hálfleik.Dagur Sigurðsson þjálfari Þýskalands getur verið ánægður með lið sitt í dag en óþarfi er fyrir Íslendinga að örvænta þó fyrsti æfingaleikur fyrir mót hafi farið illa.Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið „Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands. „Vörnin virkaði mjög flott í fyrri hálfleik og Björgvin var flottur í markinu. Mér fannst vörnin líta vel út mest allan leikinn. Það var orðið mjög erfitt sóknarlega og þeir ná að byggja upp sitt forskot í gegnum hraðaupphlaup. „Það var á brattann að sækja. Þeir færa sig varla frá línunni og við náum ekki að koma með nógu mikið af mörkum að utan til að draga þá út,“ sagði Guðjón Valur. Ísland reyndi framliggjandi vörn í seinni hálfleik sem Guðjón Valur segir að hafi gengið mjög vel á æfingum. „Það hefur gengið betur á æfingum en í dag. Það var bara í örfáar mínútur. Um leið og við byrjum á því þá fáum við 2 mínútur og síðan vorum við bara í nokkrar varnir í því. Þeir eru ekki að leysa það neitt svakalega vel. Þeir taka skot sem við viljum að þeir taki. Þetta lítur ágætlega út og við komum til með að prófa þetta áfram og ég hef fulla trú á að við komum til með að ná að spila þessa vörn. „Það er hundleiðinlegt að tapa og við viljum vinna alla leiki sem við vinnum. Við munum fara yfir það sem miður fór og við ætlum að bæta það. „Við vildum ekki þessi úrslit en þetta hefur engin áhrif á framhaldið. Þetta breytir ekki okkar vinnu næstu daga,“ sagði Guðjón Valur.Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað „Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Íslands. „Það er fínt að fá bæði jákvæða og neikvæða kafla til að læra af. Það er hægt að læra af báðum hálfleikum í dag. „Við dettum allir niður í seinni hálfleik, bæði vörn og markvarsla. Við fáum mikið af hraðaupphlaupum á okkur og mikið af erfiðum boltum. „Þetta er ákveðið samspil á milli sóknarleiks, varnarleiks og markvörslu því við erum að missa boltann oft klaufalega sem við fáum beint í bakið á okkur sem er erfitt að eiga við. „Heilt yfir er þetta fínn leikur þó úrslitin segi annað. „Auðvitað duttum við í varnarafbrigði sem við ætlum að prófa og við eigum eftir að fínpússa hana helling. Þetta er fín byrjun, sérstaklega fyrri hálfleikurinn sem verður veganesti inn í sjálfstraustið. Hitt þurfum við að læra af. „3-2-1 vörnin hefur gengið rosalega vel á æfingum og framar vonum í rauninni en auðvitað lendum við í skellum þegar við leikum gegn sterkum andstæðingi eins og Þýskalandi. Það er fínt að þetta líti illa út núna og við verðum klárir með hana í vopnabúrið þegar við mætum til Katar,“ sagði Björgvin Páll.Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax „Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn.Aron: Vorum of fljótir að hengja haus „Fyrst of fremst er það sóknarleikurinn sem bregst í dag. Við gerum of mikið af feilum,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. „Við köstum boltanum allt of oft einfaldlega frá okkur þegar við erum í góðri stöðu til að spila okkur í gegn. Svo eru einhver skipti þar sem við hefðum átt að róa og þá fáum við á okkur ruðning eða eitthvað slíkt. Það eru dýrir boltar að missa þegar það er búið að vinna vel fyrir honum. „Við áttum að fá meira út úr fyrri hálfleiknum með þá markvörslu og vörn sem við vorum með. Það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik er 6/0 vörnin lengst af og markvarslan lengst af. Svo fellur það niður með öllu öðru. „Það vantar ógnun að utan, sérstaklega frá vinstri vængnum. Lengi vel í seinni hálfleik voru það tæknifeilar og skotklikk. Það var kafli sem drepur okkur í leiknum og við missum þá fram úr okkur. Við reynum að breyta til og fara í 3-2-1 vörn og reyna að vinna einhverja bolta upp úr því og fá hraðaupphlaup og þá unnum við það ekki nægjanlega rétt. Því þurfum við að læra af. „Það er ekki fyrr en undir lokin á leiknum þegar leikurinn er tapaður, þá förum við að skora utan af velli. Þá fer sóknin að detta í gang en þá erum við ennþá að fá á okkur mörk,“ sagði Aron. Sigurbergur Sveinsson fékk tækifærið í sókninni hjá Íslandi en virkaði á undirritaðann eins og hann ætlaði sér of mikið og náði sér ekki fyrir vikið á strik. „Það er spurning hvort hann hafi ætlar sér of mikið en mér fannst hann stíga vel upp í lokin sem var jákvætt og það er eitthvað sem hann verður að taka með sér. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina eða stressa sig yfir þessu. Það þarf að vera sem best undirbúinn og klár.“ Snorri Steinn Guðjónsson var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik og sat í nokkrar mínútur á bekknum í kjölfarið. Á þeim kafla hrundi sókn Íslands og Þýskaland gekk á lagið. „Mér fannst hann leika vel í seinni hálfleik, bæði í skot ógnun og að vinna með línu. Hann virkar auðvitað enn betur ef skytturnar eru að virka vel. „Á þeim tíma þegar illa gekk vorum við of fljótir að hengja haus og höldum áfram að gera mistök í stað þess að stoppa og segja nú þurfum við að spila aðeins meira agað,“ sagði Aron. Aron hafi engar nýjar fréttir að færa af nafna sínum Pálmarssyni sem var ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. „Það er bara dagamunur á honum. Hann er farinn að hlaupa og lyfta og skjóta aðeins og hreyfa sig. Svo sjáum við eftir helgina hvort hann detti ekki inn á liðsæfingar. „Ég held að þetta sé á réttri leið og síðast þegar ég talaði við hann virtist vera hugur í honum. Ég vona að hann verði klár í Katar en við getum ekkert verið að einbeita okkur að því. Við þurfum að einbeitar okkur að því liði sem getur spilað og vinna í þeim. „Það þýðir ekkert fyrir liðið að vera að bíða eftir Aroni. Við þurfum að spila út úr þessu án hans líka,“ sagði Aron.Dagur: Sjáum til á morgun þegar leikurinn verður jafnari „Ég held að frá og með miðjum fyrri hálfleik var þetta orðið ágætlega gott í vörninni,“ sagði Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands. „Við vorum enn að gera töluvert af tæknifeilum í sókn þar sem við náum ekki að koma skotum á markið. Það lagaðist í seinni hálfleik og við urðum alltaf öruggari og öruggari. „Íslendingarnir misstu aðeins móðinn og við náðum að ganga á lagið en ennþá er fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Dagur sem var með einfalt upplegg fyrir leikinn í dag. „Ég var í fyrsta lagi að hugsa um að vinna. Það er besta meðalið. Svo fengum við ágætis mynd á 6/0 vörnina sem við erum lítið búnir að æfa. Svo sáum við ákveðna vankanta á 5/1 vörninni sem við höfum verið að spila. „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila með litla pressu á okkur í seinni hálfleiknum með góða forystu. Við sjáum á morgun þegar leikurinn verður jafnari hvernig menn líta út. „Íslenska liðið gjörbreytist með að fá Aron (Pálmarsson) inn. Alexander (Petersson) bar þetta að miklu leyti uppi í fyrri hálfleik og ef þeir fá Aron inn á vinstri vænginn þá eru þeir orðnir alveg hrikalega sterkir. „Það eru öll lið sem sín vandamál og þeir fá góðan tíma til að undirbúa sig eins og við komum til með að gera.Vísir/ErnirAlexander Petersson í leiknum í dag.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Þýskaland lagði Ísland 31-24 í vináttulandsleik þjóðanna í Laugardalshöll í kvöld. Bæði lið undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 15. janúar.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Höllinni og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Ísland hóf leikinn frábærlega. 6/0 vörnin gekk frábærlega og liðið skoraði fimm af sex fyrstu mörkum leiksins. Þýska liðið átti í vandræðum með að skapa sér færi og þegar liðið náði skot var Björgvin Páll Gústavsson frábær í markinu. Vörnin var góð allan fyrri hálfleikinn en sóknarleikurinn hikstaði er leið á hálfleikinn og Þýskaland náði að komast fyrir hálfleik en Vignir Svavarsson jafnaði leikinn frá miðju á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 11-11. Ísland sá aldrei til sólar í seinni hálfleik. Þýskaland skoraði fyrstu mörkin og keyrði yfir íslenska liðið og voru úrslitin í raun ráðin þegar nokkuð var eftir af leiknum. Íslenska vörnin sem var svo góð í fyrri hálfleik gaf eftir og lítið gekk sóknarlega þar til í lokin þegar leikurinn var tapaður. Íslenska liðið saknaði Arons Pálmarssonar en hvorki Arnór Atlason né Sigurbergur Sveinsson náðu sér á strik í vinstri skyttunni.Alexander Petersson fór fyrir Íslandi í markaskorun í fyrri hálfleik og mikilvægi Snorra Steins Guðjónssonar sýndi sig þegar sóknarleikurinn hrundi þær mínútur sem hann var út af í seinni hálfleik.Dagur Sigurðsson þjálfari Þýskalands getur verið ánægður með lið sitt í dag en óþarfi er fyrir Íslendinga að örvænta þó fyrsti æfingaleikur fyrir mót hafi farið illa.Guðjón Valur: Hefur engin áhrif á framhaldið „Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og náum ekki að brjóta þeirra vörn upp. Þess vegna töpum við þessum leik,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands. „Vörnin virkaði mjög flott í fyrri hálfleik og Björgvin var flottur í markinu. Mér fannst vörnin líta vel út mest allan leikinn. Það var orðið mjög erfitt sóknarlega og þeir ná að byggja upp sitt forskot í gegnum hraðaupphlaup. „Það var á brattann að sækja. Þeir færa sig varla frá línunni og við náum ekki að koma með nógu mikið af mörkum að utan til að draga þá út,“ sagði Guðjón Valur. Ísland reyndi framliggjandi vörn í seinni hálfleik sem Guðjón Valur segir að hafi gengið mjög vel á æfingum. „Það hefur gengið betur á æfingum en í dag. Það var bara í örfáar mínútur. Um leið og við byrjum á því þá fáum við 2 mínútur og síðan vorum við bara í nokkrar varnir í því. Þeir eru ekki að leysa það neitt svakalega vel. Þeir taka skot sem við viljum að þeir taki. Þetta lítur ágætlega út og við komum til með að prófa þetta áfram og ég hef fulla trú á að við komum til með að ná að spila þessa vörn. „Það er hundleiðinlegt að tapa og við viljum vinna alla leiki sem við vinnum. Við munum fara yfir það sem miður fór og við ætlum að bæta það. „Við vildum ekki þessi úrslit en þetta hefur engin áhrif á framhaldið. Þetta breytir ekki okkar vinnu næstu daga,“ sagði Guðjón Valur.Björgvin: Fínn leikur þó úrslitin segi annað „Þetta fór vel af stað og fyrri hálfleikurinn var mjög góður að flestu leyti. Svo dettur botninn úr þessu,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður Íslands. „Það er fínt að fá bæði jákvæða og neikvæða kafla til að læra af. Það er hægt að læra af báðum hálfleikum í dag. „Við dettum allir niður í seinni hálfleik, bæði vörn og markvarsla. Við fáum mikið af hraðaupphlaupum á okkur og mikið af erfiðum boltum. „Þetta er ákveðið samspil á milli sóknarleiks, varnarleiks og markvörslu því við erum að missa boltann oft klaufalega sem við fáum beint í bakið á okkur sem er erfitt að eiga við. „Heilt yfir er þetta fínn leikur þó úrslitin segi annað. „Auðvitað duttum við í varnarafbrigði sem við ætlum að prófa og við eigum eftir að fínpússa hana helling. Þetta er fín byrjun, sérstaklega fyrri hálfleikurinn sem verður veganesti inn í sjálfstraustið. Hitt þurfum við að læra af. „3-2-1 vörnin hefur gengið rosalega vel á æfingum og framar vonum í rauninni en auðvitað lendum við í skellum þegar við leikum gegn sterkum andstæðingi eins og Þýskalandi. Það er fínt að þetta líti illa út núna og við verðum klárir með hana í vopnabúrið þegar við mætum til Katar,“ sagði Björgvin Páll.Snorri Steinn: Ætlum ekki að grafa þetta strax „Það var fínn dampur í þessu. Við skoruðum bara ekki úr skotunum. Þeir duttu niður í 6/0, mjög aftarlega og það kom ekki mikið út úr okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands. „Skotin voru ekki að detta. Það var það sem klikkaði. Þeir héldu þessari vörn áfram í seinni hálfleik, eins og við var að búast þar sem við erum ekki með Aron (Pálmarsson). Liðin fara þá aðeins aftur. „Í fyrri hálfleik fannst mér við spila þetta ágætlega og við fengum stundum þau skot sem við viljum en það segir sig sjálft í handbolta að við þurfum að fá mörk að utan og það vantaði í dag. „Við þekkjum þetta alveg. Skotin þurfa bara að detta. Það var full mikið að tapa þessu með sjö mörkum. Við gerum líka of mikið af tæknifeilum og fáum full mikið af mörkum í bakið úr hraðaupphlaupum. Það fór með okkur líka. „Það er fullt sem þarf að laga en það er alltaf þannig þegar maður tapar leik. En við ætlum ekki að grafa þetta strax. Það er nægur tími til að gera það. „Við lendum undir og förum að elta. Þá vill þetta gerast. Varnarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og Bjöggi (Björgvin Páll) mjög góður. Við tökum það með okkur og svo verður þetta unnið í drasl og við horfum á þetta á morgun. Það verður ekkert sérstaklega skemmtilegt en mikilvægt. Við förum vel yfir þetta og sjáum til á morgun, hvort við verðum ekki enn beittari,“ sagði Snorri Steinn en Ísland og Þýskaland mætast öðru sinnis á morgun klukkan 19:30 „Það er kannski það jákvæða við þetta er að þetta var fyrsti æfingaleikurinn en samt sem áður þurfum við að rífa okkur í gang, það þarf ekkert að fara í felur með það. Það er langt síðan við spiluðum vel og það er staðreynd líka sem þarf að horfast í augun við. „Það er stutt í mót og hver að verða síðastur með það en ég ætla ekkert að fara að grafa þetta í skítinn strax. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að spila betur og enn betur þegar við komum til Katar,“ sagði Snorri sem hefur sagt í viðtölum að flest lið myndu sakna Arons Pálmarssonar líkt og Ísland gerði í dag. „Það er ljóst en hann er ekkert að fara að spila 60 mínútur í hverjum einasta leik á HM og við þurfum að sýna að við getum unnið leiki án hans og líka fyrir hann sjálfan að hann komi ekki inn og hafi þetta allt á herðum sínum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að við ætlum að vera háðir einhverjum einum leikmanni. Án þess að ég sé að gera lítið úr því. Auðvitað viljum við hafa hann.“ Aron Pálmarsson er ekki fyrsta stórstjarnan sem Snorri Steinn hefur leikið með íslenska liðinu og stigu aðrir leikmenn oft upp með Ólafi Stefánsson í liðinu. „Hann spiliði best þegar allir voru að leggja eitthvað í púkkið og ég held að það sé eins með Aron og allar aðrar stjörnur í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri Steinn.Aron: Vorum of fljótir að hengja haus „Fyrst of fremst er það sóknarleikurinn sem bregst í dag. Við gerum of mikið af feilum,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands. „Við köstum boltanum allt of oft einfaldlega frá okkur þegar við erum í góðri stöðu til að spila okkur í gegn. Svo eru einhver skipti þar sem við hefðum átt að róa og þá fáum við á okkur ruðning eða eitthvað slíkt. Það eru dýrir boltar að missa þegar það er búið að vinna vel fyrir honum. „Við áttum að fá meira út úr fyrri hálfleiknum með þá markvörslu og vörn sem við vorum með. Það jákvæða sem ég tek út úr þessum leik er 6/0 vörnin lengst af og markvarslan lengst af. Svo fellur það niður með öllu öðru. „Það vantar ógnun að utan, sérstaklega frá vinstri vængnum. Lengi vel í seinni hálfleik voru það tæknifeilar og skotklikk. Það var kafli sem drepur okkur í leiknum og við missum þá fram úr okkur. Við reynum að breyta til og fara í 3-2-1 vörn og reyna að vinna einhverja bolta upp úr því og fá hraðaupphlaup og þá unnum við það ekki nægjanlega rétt. Því þurfum við að læra af. „Það er ekki fyrr en undir lokin á leiknum þegar leikurinn er tapaður, þá förum við að skora utan af velli. Þá fer sóknin að detta í gang en þá erum við ennþá að fá á okkur mörk,“ sagði Aron. Sigurbergur Sveinsson fékk tækifærið í sókninni hjá Íslandi en virkaði á undirritaðann eins og hann ætlaði sér of mikið og náði sér ekki fyrir vikið á strik. „Það er spurning hvort hann hafi ætlar sér of mikið en mér fannst hann stíga vel upp í lokin sem var jákvætt og það er eitthvað sem hann verður að taka með sér. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina eða stressa sig yfir þessu. Það þarf að vera sem best undirbúinn og klár.“ Snorri Steinn Guðjónsson var rekinn af velli snemma í seinni hálfleik og sat í nokkrar mínútur á bekknum í kjölfarið. Á þeim kafla hrundi sókn Íslands og Þýskaland gekk á lagið. „Mér fannst hann leika vel í seinni hálfleik, bæði í skot ógnun og að vinna með línu. Hann virkar auðvitað enn betur ef skytturnar eru að virka vel. „Á þeim tíma þegar illa gekk vorum við of fljótir að hengja haus og höldum áfram að gera mistök í stað þess að stoppa og segja nú þurfum við að spila aðeins meira agað,“ sagði Aron. Aron hafi engar nýjar fréttir að færa af nafna sínum Pálmarssyni sem var ekki með Íslandi í dag vegna meiðsla. „Það er bara dagamunur á honum. Hann er farinn að hlaupa og lyfta og skjóta aðeins og hreyfa sig. Svo sjáum við eftir helgina hvort hann detti ekki inn á liðsæfingar. „Ég held að þetta sé á réttri leið og síðast þegar ég talaði við hann virtist vera hugur í honum. Ég vona að hann verði klár í Katar en við getum ekkert verið að einbeita okkur að því. Við þurfum að einbeitar okkur að því liði sem getur spilað og vinna í þeim. „Það þýðir ekkert fyrir liðið að vera að bíða eftir Aroni. Við þurfum að spila út úr þessu án hans líka,“ sagði Aron.Dagur: Sjáum til á morgun þegar leikurinn verður jafnari „Ég held að frá og með miðjum fyrri hálfleik var þetta orðið ágætlega gott í vörninni,“ sagði Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands. „Við vorum enn að gera töluvert af tæknifeilum í sókn þar sem við náum ekki að koma skotum á markið. Það lagaðist í seinni hálfleik og við urðum alltaf öruggari og öruggari. „Íslendingarnir misstu aðeins móðinn og við náðum að ganga á lagið en ennþá er fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Dagur sem var með einfalt upplegg fyrir leikinn í dag. „Ég var í fyrsta lagi að hugsa um að vinna. Það er besta meðalið. Svo fengum við ágætis mynd á 6/0 vörnina sem við erum lítið búnir að æfa. Svo sáum við ákveðna vankanta á 5/1 vörninni sem við höfum verið að spila. „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila með litla pressu á okkur í seinni hálfleiknum með góða forystu. Við sjáum á morgun þegar leikurinn verður jafnari hvernig menn líta út. „Íslenska liðið gjörbreytist með að fá Aron (Pálmarsson) inn. Alexander (Petersson) bar þetta að miklu leyti uppi í fyrri hálfleik og ef þeir fá Aron inn á vinstri vænginn þá eru þeir orðnir alveg hrikalega sterkir. „Það eru öll lið sem sín vandamál og þeir fá góðan tíma til að undirbúa sig eins og við komum til með að gera.Vísir/ErnirAlexander Petersson í leiknum í dag.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira