Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af leiknu þegar Real Sociedad tók forystuna. Eftir hornspyrnu skallaði Jordi Alba boltann í eigið net. Markið var fljótasta sjálfsmark í sögunni sem Barcelona hefur fengið á sig.
Fátt markvert gerðist meira í fyrri hálfleik, en heimamenn lágu til baka og beittu skyndisóknum. Staðan va 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik.
Messi, Neymar, Dani Alves og fleiri voru á bekknum hjá Barcelona og Messi var sendur á vettvang í hálfleik og Neymar stuttu síðar.
Alfreð Finnbogasyni var skipt inná á 65. mínútu, en Sociedad-menn voru aðallega bara í vörn eftir að Alfreð kom inná.
Alfreð fékk að líta gula spjaldið á 88. mínútu fyrir viðskitpi sín við Jordi Alba.
Suarez fékk gott færi meðal annars undir lok venjulegs leiktíma, en náði ekki að skora og lokatölur 1-0 sigur Sociedad.
Sociedad fer með sigrinum í þrettánda sæti deildarinnar, en Barcelona er í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Real Madrid sem er á toppnum.
Þetta var áttundi leikur Sociedad undir stjórn David Moyes, en þeir hafa unnið þrjá, gert fjögur jafntefli og tapað einum. Í þessum átta leikjum hafa þeir haldið hreinu fimm sinnum.