Dagur í viðtali við Gaupa: Spenntur að sjá íslenska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2015 15:34 Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson ræða málin á fundinum í dag. Vísir/Valli Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. Dagur Sigurðsson segir það mikla áskorun að þjálfa þýska landsliðið. Hann er meðvitaður um þær kröfur sem eru gerðar til hans og liðsins. „Ég hugsaði þetta bara þannig að ég gæti alveg gert þetta eins og hver annar. Þegar allt á botninn hvolft þá er þetta bara venjulegt handboltalið með sextán strákum sem maður reynir að fá til þess að spila betri handbolta en því er ekki að neita að það er svolítið mikill sirkus í kringum umgjörðina," segir Dagur. Heiner Brand, fyrrum þjálfari þýska landsliðsins vildi Þjóðverja í starfið og gamla settið í Þýskalandi var á sömu skoðun. Hefur það truflað Dag? „Nei, ég held að það hafi verið gert mikið úr því í fjölmiðlum en það er ekkert óeðlilegt að slík umræða komi upp. Hún myndi líka koma upp hér á Íslandi ef að við værum að ráða landsliðsþjálfara og erlendir þjálfarar kæmu til greina í þá stöðu. Þá myndi einhver telja að við ættum nóg af góðum þjálfurum. Þjóðverjar eiga fullt af fínum þjálfurum og því ekkert óeðlilegt að slík umræða hafi komið upp," sagði Dagur. „Það er mikil hefð fyrir handboltanum í Þýskalandi og það er stutt síðan síðasti heimsmeistaratitill kom í hús árið 2007. Þeir sváfu svolítið á verðinum eftir það og núna er mitt starf að reyna að yngja liðið upp og koma því aftur á rétt braut. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég verð alltaf dæmdur af þeim úrslitum sem koma og það strax í þessari heimsmeistarakeppni í Katar," sagði Dagur. Dagur hefur misst sterka leikmenn í meiðsli í aðdraganda HM í Katar. „Það eru einhverjir meiddir en það er eins og gengur og gerist hjá flestum liðum," segir Dagur og vill ekki gera mikið úr forföllunum. En hverju á Dagur von á frá þýska landsliðinu á heimsmeistaramótinu? „Ég er að vona að við verðum ágætlega stabílir og að það verði ekki miklar sveiflur í leiknum hjá okkur. Það væri minn draumur. Vonandi náum við að sýna góðan varnarleik og fáum góða markvörslu. Við höfum góða hraðaupphlaupsmenn en kannski verðum við að einhverjum vandræðum með sóknarleikinn," segir Dagur. „Við erum í mjög sterkum riðli og Íslendingar líka. Umspilsleikirnir verða því líka erfiðir ef við komust þangað. Þetta er svolítið púsluspil eins og hjá íslenska liðinu," segir Dagur. Framundan eru tveir leikir á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á sunnudag og mánudag. „Ég er spenntur að sjá mína menn og Íslendingana líka. Við erum með nokkra nýja leikmenn sem ég ætla að sjá hvernig koma út. Við komum því til með að prófa einhverja hluti," segir Dagur. „Við höfum spilað fjóra góða leiki síðan að ég tók við liðinu og við viljum reyna að halda því sem vel gekk þar og kannski bæta einhverju inn," segir Dagur. Hverja telur Dagur möguleika íslenska landsliðsins vera á HM í Katar? „Ísland á ágætis möguleika í þessum riðli. Í okkar riðli eru líka Danir og Pólverjar og umspilsleikirnir verða mjög erfiðir ef þú ert í þriðja eða fjórða sæti. Sama gildir okkar megin. Það gæti orðið mjög strembið," segir Dagur og á þar við leikinn í sextán liða úrslitunum. „Fyrsta verkefnið er að koma liðinu í gegnum riðilinn og koma liðinu í keppnisgír. Það getur gerst á svona mótum að liðin detti í gírinn," segir Dagur. En hvað með langtímamarkmið hans með þýska landsliðið? „Heimsmeistarakeppnin er haldin í Þýskalandi og Danmörku 2019. Okkar markmið er að vera með mjög sterkt lið á HM 2019 og á Ólympíuleikunum 2020 þegar leikarnir verða í Tókýó. Ég veit það samt að þetta er þjálfarastarf sem ég er í og reyni því ekki að horfa alltof langt fram á veginn," segir Dagur brosandi. Hefði hann einhvern tímann geta séð það fyrir að hann væri kominn í þetta starf? „Ég verð að viðurkenna það að það var ekki í kortunum að verða þjálfari þýska handboltalandsliðsins en það er samt mjög gaman að því," sagði Dagur að lokum. Það er hægt að sjá allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Dag hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á 365, hitti Dag Sigurðsson, þjálfara þýska handboltalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag en á fundinum var farið yfir tvo æfingaleiki Íslands og Þýskalands sem verða á sunnudag og mánudag. Dagur Sigurðsson segir það mikla áskorun að þjálfa þýska landsliðið. Hann er meðvitaður um þær kröfur sem eru gerðar til hans og liðsins. „Ég hugsaði þetta bara þannig að ég gæti alveg gert þetta eins og hver annar. Þegar allt á botninn hvolft þá er þetta bara venjulegt handboltalið með sextán strákum sem maður reynir að fá til þess að spila betri handbolta en því er ekki að neita að það er svolítið mikill sirkus í kringum umgjörðina," segir Dagur. Heiner Brand, fyrrum þjálfari þýska landsliðsins vildi Þjóðverja í starfið og gamla settið í Þýskalandi var á sömu skoðun. Hefur það truflað Dag? „Nei, ég held að það hafi verið gert mikið úr því í fjölmiðlum en það er ekkert óeðlilegt að slík umræða komi upp. Hún myndi líka koma upp hér á Íslandi ef að við værum að ráða landsliðsþjálfara og erlendir þjálfarar kæmu til greina í þá stöðu. Þá myndi einhver telja að við ættum nóg af góðum þjálfurum. Þjóðverjar eiga fullt af fínum þjálfurum og því ekkert óeðlilegt að slík umræða hafi komið upp," sagði Dagur. „Það er mikil hefð fyrir handboltanum í Þýskalandi og það er stutt síðan síðasti heimsmeistaratitill kom í hús árið 2007. Þeir sváfu svolítið á verðinum eftir það og núna er mitt starf að reyna að yngja liðið upp og koma því aftur á rétt braut. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég verð alltaf dæmdur af þeim úrslitum sem koma og það strax í þessari heimsmeistarakeppni í Katar," sagði Dagur. Dagur hefur misst sterka leikmenn í meiðsli í aðdraganda HM í Katar. „Það eru einhverjir meiddir en það er eins og gengur og gerist hjá flestum liðum," segir Dagur og vill ekki gera mikið úr forföllunum. En hverju á Dagur von á frá þýska landsliðinu á heimsmeistaramótinu? „Ég er að vona að við verðum ágætlega stabílir og að það verði ekki miklar sveiflur í leiknum hjá okkur. Það væri minn draumur. Vonandi náum við að sýna góðan varnarleik og fáum góða markvörslu. Við höfum góða hraðaupphlaupsmenn en kannski verðum við að einhverjum vandræðum með sóknarleikinn," segir Dagur. „Við erum í mjög sterkum riðli og Íslendingar líka. Umspilsleikirnir verða því líka erfiðir ef við komust þangað. Þetta er svolítið púsluspil eins og hjá íslenska liðinu," segir Dagur. Framundan eru tveir leikir á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á sunnudag og mánudag. „Ég er spenntur að sjá mína menn og Íslendingana líka. Við erum með nokkra nýja leikmenn sem ég ætla að sjá hvernig koma út. Við komum því til með að prófa einhverja hluti," segir Dagur. „Við höfum spilað fjóra góða leiki síðan að ég tók við liðinu og við viljum reyna að halda því sem vel gekk þar og kannski bæta einhverju inn," segir Dagur. Hverja telur Dagur möguleika íslenska landsliðsins vera á HM í Katar? „Ísland á ágætis möguleika í þessum riðli. Í okkar riðli eru líka Danir og Pólverjar og umspilsleikirnir verða mjög erfiðir ef þú ert í þriðja eða fjórða sæti. Sama gildir okkar megin. Það gæti orðið mjög strembið," segir Dagur og á þar við leikinn í sextán liða úrslitunum. „Fyrsta verkefnið er að koma liðinu í gegnum riðilinn og koma liðinu í keppnisgír. Það getur gerst á svona mótum að liðin detti í gírinn," segir Dagur. En hvað með langtímamarkmið hans með þýska landsliðið? „Heimsmeistarakeppnin er haldin í Þýskalandi og Danmörku 2019. Okkar markmið er að vera með mjög sterkt lið á HM 2019 og á Ólympíuleikunum 2020 þegar leikarnir verða í Tókýó. Ég veit það samt að þetta er þjálfarastarf sem ég er í og reyni því ekki að horfa alltof langt fram á veginn," segir Dagur brosandi. Hefði hann einhvern tímann geta séð það fyrir að hann væri kominn í þetta starf? „Ég verð að viðurkenna það að það var ekki í kortunum að verða þjálfari þýska handboltalandsliðsins en það er samt mjög gaman að því," sagði Dagur að lokum. Það er hægt að sjá allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Dag hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn