Körfubolti

King er nýja drottningin í Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristina King í vörn í leik með Richmond-háskólanum,
Kristina King í vörn í leik með Richmond-háskólanum, Vísir/Getty
Kristina King hefur samið við Grindavík og mun spila með kvennaliði félagsins út þetta tímabil. Hún tekur við stöðu Rachel Tecca sem var látin fara fyrir jólin.

Kristina King er 178 sm framherji. Hún spilaði í fjögur ár og alls 99 leiki með Richmond-háskólanum og skoraði yfir þúsund stig fyrir skólaliðið.

King var með 10,2 stig að meðaltali á skólaferlinum en á lokaárinu sínu skoraði hún 12,5 stig og tók 4,7 fráköst að meðaltali í leik.

Kristina King spilaði fyrir áramót með Cluj Napoca í rúmensku deildinni þar sem hún var með 16,2 stig, 6,8 fráköst og 2,7 stolna bolta að meðaltali í leik. Hún hitti úr 34,4 prósent þriggja stiga skota sinna og 73,7 prósent vítanna.

Grindavíkurliðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir fyrri hlutann en liðið vann tvo síðustu leiki sína fyrir áramóti og náði fyrir vikið fjórða sætinu af Val.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×