Svanur í sjálfheldu á bílskúrsþaki Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2015 14:14 Svanurinn var hinn álkulegasti á bílskúrsþakinu lengi vel áður en hann mannaði sig upp í að taka glæfralegt stökkið. Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn. Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn.
Veður Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira