Ásgeir um rifrildið við Björgvin: Á ekki að gerast Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 18. janúar 2015 06:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson í leiknum gegn Svíum. Vísir/Eva Björk Ásgeir Örn Hallgrímsson var eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins enn að jafna sig eftir tapið gegn Svíum þegar strákarnir ræddu við fjölmiðla á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. Ísland tapaði fyrir Svíum á föstudag, 24-16, en getur komið sér á réttan kjöl með sigri á Alsíringum í Al Sadd-höllinni í dag. „Við erum eðlilega mjög leiðir. Svekktir með sjálfa okkar, fyrst og fremst. En við höfum tapað leikjum áður og nú snýst þetta um að snúa okkur við og vinna næsta leik,“ sagði Ásgeir Örn en viðtalið má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þeir Ásgeir Örn og Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, áttu í orðaskiptum í síðari hálfleik gegn Svíum og mátti sjá að það var grunnt á því góða á milli þeirra á því augnabliki. „Það var eitthvað sem var sagt í hita leiksins og hefur gerst áður hjá okkur. Við grófum það fimm mínútum eftir leik og það var ekki neitt neitt.“ „Þetta er eitthvað sem maður á ekki að gera. Fyrst og fremst er maður ósáttur við sjálfan sig og þá lætur maður þetta bitna á einhverjum öðrum. Þetta á bara ekkert að gerast.“ „Við þurfum líka að spá í því af hverju við vorum svo margir sem áttum lélegan leik í gær. Það er eðlilegt að einn eða tveir eigi lélegan dag en að það gerist fyrir nánast allt liðið er eitthvað sem við þurfum að skoða vel.“ Hann á von á allt öðruvísi leik gegn Alsír síðar í dag. „Þetta eru kvikir og snöggir gæjar sem spila af mikilli ákefð. Taktískt eru þeir ekkert sérstaklega klókir og ákvarðanataka ekki þeirra sterkasta hlið. Það þurfum við að nýta okkur.“ „En eftir þennan leik í gær snýst þetta aðallega um að koma okkur í lag. Við þurfum að einbeita okkur að því, fyrst og fremst.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi: Sjaldan séð svona andlaust íslenskt lið Sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport höfðu áhyggjur af mörgum hlutum í leik íslenska liðsins gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 12:26 Björgvin Páll: Áttum skilið að fá stól í andlitið "Sumir eiga skilið að fá high five. Í andlitið. Með stól.“ 17. janúar 2015 13:15 Alexander: Stundum er þetta svo einfalt Alexander Petersson segir að það hafi verið erfitt að horfa á upptökur frá leiknum gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 17:08 Aron: Eigum engan rétt á neinu vanmati gegn Alsír Stórstjörnunni gekk illa að sofna eftir leikinn gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 12:29 Stefán Rafn: Geri allt fyrir Ísland Hornamaðurinn spilaði meira en búist var við gegn Svíþjóð í gær. 17. janúar 2015 16:00 Íslensk katastrófa í Katar Strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimerkurríkinu Katar við Persaflóann. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 24-16, og átti sér vart viðreisnar von í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. Ísland mætir Alsír á morgun. 17. janúar 2015 07:00 Guðjón Valur: Sökin að stórum hluta mín Landsliðsfyrirliðinn átti andvökunótt eftir tapið gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 16:27 Aron: Alsíringar hætturlegir með blóð á tönnunum Landsliðsþjálfarinn búinn að fara vel yfir klúðrið gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 19:15 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson var eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins enn að jafna sig eftir tapið gegn Svíum þegar strákarnir ræddu við fjölmiðla á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. Ísland tapaði fyrir Svíum á föstudag, 24-16, en getur komið sér á réttan kjöl með sigri á Alsíringum í Al Sadd-höllinni í dag. „Við erum eðlilega mjög leiðir. Svekktir með sjálfa okkar, fyrst og fremst. En við höfum tapað leikjum áður og nú snýst þetta um að snúa okkur við og vinna næsta leik,“ sagði Ásgeir Örn en viðtalið má heyra í heild sinni hér efst í fréttinni. Þeir Ásgeir Örn og Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, áttu í orðaskiptum í síðari hálfleik gegn Svíum og mátti sjá að það var grunnt á því góða á milli þeirra á því augnabliki. „Það var eitthvað sem var sagt í hita leiksins og hefur gerst áður hjá okkur. Við grófum það fimm mínútum eftir leik og það var ekki neitt neitt.“ „Þetta er eitthvað sem maður á ekki að gera. Fyrst og fremst er maður ósáttur við sjálfan sig og þá lætur maður þetta bitna á einhverjum öðrum. Þetta á bara ekkert að gerast.“ „Við þurfum líka að spá í því af hverju við vorum svo margir sem áttum lélegan leik í gær. Það er eðlilegt að einn eða tveir eigi lélegan dag en að það gerist fyrir nánast allt liðið er eitthvað sem við þurfum að skoða vel.“ Hann á von á allt öðruvísi leik gegn Alsír síðar í dag. „Þetta eru kvikir og snöggir gæjar sem spila af mikilli ákefð. Taktískt eru þeir ekkert sérstaklega klókir og ákvarðanataka ekki þeirra sterkasta hlið. Það þurfum við að nýta okkur.“ „En eftir þennan leik í gær snýst þetta aðallega um að koma okkur í lag. Við þurfum að einbeita okkur að því, fyrst og fremst.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi: Sjaldan séð svona andlaust íslenskt lið Sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport höfðu áhyggjur af mörgum hlutum í leik íslenska liðsins gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 12:26 Björgvin Páll: Áttum skilið að fá stól í andlitið "Sumir eiga skilið að fá high five. Í andlitið. Með stól.“ 17. janúar 2015 13:15 Alexander: Stundum er þetta svo einfalt Alexander Petersson segir að það hafi verið erfitt að horfa á upptökur frá leiknum gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 17:08 Aron: Eigum engan rétt á neinu vanmati gegn Alsír Stórstjörnunni gekk illa að sofna eftir leikinn gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 12:29 Stefán Rafn: Geri allt fyrir Ísland Hornamaðurinn spilaði meira en búist var við gegn Svíþjóð í gær. 17. janúar 2015 16:00 Íslensk katastrófa í Katar Strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimerkurríkinu Katar við Persaflóann. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 24-16, og átti sér vart viðreisnar von í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. Ísland mætir Alsír á morgun. 17. janúar 2015 07:00 Guðjón Valur: Sökin að stórum hluta mín Landsliðsfyrirliðinn átti andvökunótt eftir tapið gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 16:27 Aron: Alsíringar hætturlegir með blóð á tönnunum Landsliðsþjálfarinn búinn að fara vel yfir klúðrið gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 19:15 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Gaupi: Sjaldan séð svona andlaust íslenskt lið Sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport höfðu áhyggjur af mörgum hlutum í leik íslenska liðsins gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 12:26
Björgvin Páll: Áttum skilið að fá stól í andlitið "Sumir eiga skilið að fá high five. Í andlitið. Með stól.“ 17. janúar 2015 13:15
Alexander: Stundum er þetta svo einfalt Alexander Petersson segir að það hafi verið erfitt að horfa á upptökur frá leiknum gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 17:08
Aron: Eigum engan rétt á neinu vanmati gegn Alsír Stórstjörnunni gekk illa að sofna eftir leikinn gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 12:29
Stefán Rafn: Geri allt fyrir Ísland Hornamaðurinn spilaði meira en búist var við gegn Svíþjóð í gær. 17. janúar 2015 16:00
Íslensk katastrófa í Katar Strákarnir okkar sáu aldrei til sólar í eyðimerkurríkinu Katar við Persaflóann. Ísland steinlá fyrir Svíþjóð, 24-16, og átti sér vart viðreisnar von í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. Ísland mætir Alsír á morgun. 17. janúar 2015 07:00
Guðjón Valur: Sökin að stórum hluta mín Landsliðsfyrirliðinn átti andvökunótt eftir tapið gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 16:27
Aron: Alsíringar hætturlegir með blóð á tönnunum Landsliðsþjálfarinn búinn að fara vel yfir klúðrið gegn Svíum í gær. 17. janúar 2015 19:15