Handbolti

Östlund: Getum unnið alla með svona vörn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Östlund fagnar með félögum sínum eftir leikinn í kvöld.
Östlund fagnar með félögum sínum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk
„Þetta var góður sigur. Við spiluðum mjög vel og Matthias [Andersson] stóð sig virkilega vel í markinu,“ sagði vinstri skyttan Viktor Östlund sem kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu sinni fyrir Svíþjóð gegn Íslandi í dag.

Östlund skoraði sex mörk af vinstri vængnum en skyttustaðan þar var talin vera vandræðastaða sænska liðsins fyrir keppnina. Östlund er að spila á sínu fyrsta stórmóti en hann skilaði sínu í dag og gott betur.

„Við hjálpum Mattias mjög mikið og það er okkar hlutverk í vörninni. Ég er mjög sáttur við hvernig við spiluðum í þessum leik.“

„Sóknarleikur okkar var líka fínn. Skoruðum 24 mörk sem er kannski ekkert svo mikið en það reyndist feykinóg í dag út af varnarleiknum okkar.“

Hann segir að Svíar eigi góðan möguleika á að ná langt í mótinu. „Ef við náum að halda vörninni svona góðri eigum við möguleika gegn hvaða liði sem er í þessari keppni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×