Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2015 20:08 „Þetta var bara hryllingur,“ sagði Róbert Gunnarsson, línumaður Íslands, við Vísi eftir átta marka tapið gegn Svíum í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld. „Þetta var náttúrlega ekki eins og við vildum byrja mótið og maður labbar með skömm út af vellinum.“ Ísland átti aldrei möguleika í Svíþjóð í kvöld, en hvað var það sem klikkaði? „Þetta er samansafn af mörgum þáttum. Við eigum rosa mörg stangarskot og klikkum mikið úr dauðafærum. Þá förum við að puða alltof mikið og spilum ekki sem lið,“ sagði Róbert sem efaðist um að menn væru ekki tilbúnir andlega í leikinn. „Mér finnst mjög ólíklegt að það sé stór þáttur í kvöld þar sem við erum búnir að spila marga leiki á mörgum stórmótum. Þetta er týpískt fyrir okkur: Við hefðum getað unnið þennan leik með tíu en svo gat hann farið eins og hann fór í kvöld.“ „Það sést bara að við spiluðum alveg hræðilega. Við hefðum getað spilað eins og við gerðum í Danmörku. Þá hefði þetta farið öðruvísi.“ Ísland var mjög óheppið í leiknum og átti fjöldan allan af skotum í tréverkið. „Ég er ekki að segja að við töpuðum þetta út af einu stangarskoti eða dómurunum, en þetta er oft keðjuverkun. Þetta féll engan veginn með okkur í dag. Eins og oft áður vorum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Róbert Gunnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Sjá meira
„Þetta var bara hryllingur,“ sagði Róbert Gunnarsson, línumaður Íslands, við Vísi eftir átta marka tapið gegn Svíum í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld. „Þetta var náttúrlega ekki eins og við vildum byrja mótið og maður labbar með skömm út af vellinum.“ Ísland átti aldrei möguleika í Svíþjóð í kvöld, en hvað var það sem klikkaði? „Þetta er samansafn af mörgum þáttum. Við eigum rosa mörg stangarskot og klikkum mikið úr dauðafærum. Þá förum við að puða alltof mikið og spilum ekki sem lið,“ sagði Róbert sem efaðist um að menn væru ekki tilbúnir andlega í leikinn. „Mér finnst mjög ólíklegt að það sé stór þáttur í kvöld þar sem við erum búnir að spila marga leiki á mörgum stórmótum. Þetta er týpískt fyrir okkur: Við hefðum getað unnið þennan leik með tíu en svo gat hann farið eins og hann fór í kvöld.“ „Það sést bara að við spiluðum alveg hræðilega. Við hefðum getað spilað eins og við gerðum í Danmörku. Þá hefði þetta farið öðruvísi.“ Ísland var mjög óheppið í leiknum og átti fjöldan allan af skotum í tréverkið. „Ég er ekki að segja að við töpuðum þetta út af einu stangarskoti eða dómurunum, en þetta er oft keðjuverkun. Þetta féll engan veginn með okkur í dag. Eins og oft áður vorum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Róbert Gunnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49