Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda og þurfti lögreglan að beita táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum.
Michael Leridon, frá AFP, segir að ljósmyndarinnar sem heitir Asif Hassan hafi farið í skurðaðgerð og sé ekki í lífshættu. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi verið skotmarkið eða hafi orðið fyrir skotinu af slysni.
AP fréttaveitan segir frá því að mótmælendur hafi kastað grjóti að lögreglu, en þeir eru flestir nemendur á vegum stjórnmálaflokksins Jamaat-e-Islami.