Kretzschmar: Ísland kemst ekki í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2015 14:00 Stefan Kretzschmar við hlið Heiner Brand. Vísir/Getty Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“ Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handbolta, er einn fremsti sérfræðingur landsins um íþróttina og áberandi í umfjöllun þýskra fjölmiðla um handbolta. Hann er nú staddur hér í Katar á HM í handbolta og tók Vísir hann tali, bæði um aðkomu Dags Sigurðssonar að þýska landsliðinu og möguleika íslenska landsliðsins í keppninni sem er fram undan. Kretzschmar segir að það séu hófstilltar væntingar gagnvart þýska liðinu sem hefur gengið í gegnum lægð undanfarin ár. „Við erum í fyrsta lagi bara ánægð með að vera komin hingað. Við komumst ekki á mótið með hefðbundnum leiðum,“ sagði Kretzchmar í samtali við Vísi. Hann sagði að Dagur hafi haft góð áhrif á þýska landsliðið. „Þegar undirbúningsleikirnir fjórir eru skoðaðir, og líka leikir liðsins í undankeppni EM í haust sér maður að þetta er lið sem er komið með nýtt andlit.“ „Liðið er farið að spila betri vörn - betri en nokkru sinni fyrr. Boltinn gengur svo hratt í sókninni og liðið er að spila álitlegan handbolta. Æfingaleikirnir gegn Íslandi voru til að mynda góðir,“ segir hann og á þar við æfingaleikina í Laugardalshöll. „Þess vegna getur maður leyft sér að vera nokkuð ánægður eins og málin standa núna. En þú veist hvernig þetta er - núna byrjar mótið og þá verða spilin stokkuð upp á nýtt.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins.Vísir/ErnirÞýskaland og Pólland eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í dag en þessi lið mættust einnig í undankeppni HM 2015, þar sem Pólverjar höfðu betur. Þýskaland komst svo inn á mótið með krókaleiðum eins og frægt er. „Dagur hafði auðvitað ekkert að gera með þessa leiki við Pólverja á sínum tíma. En ég trúi því meira að segja að Pólland eigi möguleika á því að verða heimsmeistari - liðið tilheyrir að minnsta kosti í hópi fimm bestu liðanna.“ „Dagur var því rólegur á blaðamannafundi í dag en ég tel að Pólland sé sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það sem mestu skiptir er að Þýskaland verði í einu af þremur efstu sætum riðilsins til að sleppa við Frakkland í 16-liða úrslitunum,“ segir Kretzschmar en hann gerir ráð fyrir að Frakkland vinni C-riðil og að Ísland, Svíþjóð og Tékkland komist einnig áfram. Kretzchmar segir að íslenska liðið hafi greinilega saknað Arons Pálmarssonar í æfingaleikjunum gegn Þýskalandi og því styrki endurkoma hans liðið til muna. „Alexander Petersson er frábær hægri skytta og Guðjón Valur sömuleiðis í vinstra horninu. Snorri Steinn er afar klókur miðjumaður með mjög mikla handboltagreind og svo tvo baráttumenn á línunni.“ „Það kemur mér alltaf á óvart hversu marga framúrskarandi handboltamenn Ísland getur búið til. Ég held að það séu tvöfalt fleiri íbúar í Leipzig, þar sem ég bý, en á öllu Íslandi.“ „En það eru ákveðnar takmarkanir á liðinu. Það er afar háð Aroni Pálmarssyni sem er besti leikmaður liðsins sem annað hvort vinnur leikina eða tapar þeim. “ „Það er svo bara einn góður markvörður í liðinu. Hinn er ekki svo sterkur. Ísland er því með gott lið eins og svo oft áður en ég tel að það eigi ekki raunhæfa möguleika á sæti í undanúrslitum.“Vísir/VilhelmHonum er þó sama hvort að Þýskaland mætir Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar eða ekki. „Ég tel að það sé ekki mikill munur á því að spila við Svíþjóð, Ísland eða Tékkland - þó svo að liðin sjálf spili ólíkan handbolta. Úr þessum hópi geta allir unnið alla.“ „Það yrði örugglega ekki auðvelt að spila við Ísland, sérstaklega ef að Aron finnur sig vel á mótinu, en Svíþjóð verður heldur ekki auðveldur andstæðingur. Við unnum Tékka tvisvar í undirbúningnum og kannski yrði það léttasti mótherjinn en maður veit aldrei á HM - það gæti allt gerst.“ „Aðalmálið er að sleppa við Frakkland. Það væri skelfilegt að þurfa að spila við þá í 16-liða úrslitunum.“
Handbolti HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira