Kári: Þú kannt þetta ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 11:30 Vísir/Eva Björk „Það er ekkert stress á mér,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, og játti því að honum liði vel í Katar. Ísland mætir í kvöld Svíþjóð í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. „En ég ætla að leiða viðtalið. Ég ætla bara að svara,“ sagði hann á meðan hann beið eftir næstu spurningu blaðamanns er þeir ræddust við á liðshóteli íslenska liðsins í gær. „Þú kemur með spurningar og ég svara þeim,“ segir hann áður en hann hló að næstu spurningu. „Ég skal leiða þetta. Þú kannt þetta ekkert,“ sagði hann áður en hann tók yfir. „Það helsta er að það hefur orðið vakning hjá okkur eftir brösótt síðasta ár, þar sem við vorum ekki nógu góðir,“ segir hann og hófst þá „alvarlegi“ hluti viðtalsins sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það voru þessir leikir gegn Bosníu og leikirnir í undankeppninni í haust sem voru ekki nógu góðir. En það er önnur holning á okkur núna og við erum mun beittari. Við erum staðráðnir í að eiga gott mót því það er líka þátttökuréttur á ÓL í Brasilíu í húfi. Við þurfum því að vera beittir.“ „Við erum með okkar sterkasta lið, sem er mikilvægast. Menn eru meðvitaðir um að við þurfum að sýna betri leik en við höfum verið að gera og hefur verið stígandi í okkar undirbúningsleikjum.“ „Það var rétt að hvíla menn gegn Svíum en heilt yfir höfum við verið að bæta okkar leik í undirbúningnum fyrir þetta mót.“ Kári Kristján hefur ekki áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins sem var misjafn í undirbúningsleikjunum. „Við erum allt eða ekkert þegar það kemur að því. Þegar þetta smellur hjá okkur þá smellur þetta. Varnarmennirnir, sérstaklega miðjublokkin, hafa unnið í hlutunum sín á milli og við vitum að við þurfum að fá góða vörn í gang. Þá kemur markvarslan með og það er 100 prósent að þeir eru klárir.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30 Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00 Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53 Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
„Það er ekkert stress á mér,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, og játti því að honum liði vel í Katar. Ísland mætir í kvöld Svíþjóð í sínum fyrsta leik á HM í handbolta. „En ég ætla að leiða viðtalið. Ég ætla bara að svara,“ sagði hann á meðan hann beið eftir næstu spurningu blaðamanns er þeir ræddust við á liðshóteli íslenska liðsins í gær. „Þú kemur með spurningar og ég svara þeim,“ segir hann áður en hann hló að næstu spurningu. „Ég skal leiða þetta. Þú kannt þetta ekkert,“ sagði hann áður en hann tók yfir. „Það helsta er að það hefur orðið vakning hjá okkur eftir brösótt síðasta ár, þar sem við vorum ekki nógu góðir,“ segir hann og hófst þá „alvarlegi“ hluti viðtalsins sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Það voru þessir leikir gegn Bosníu og leikirnir í undankeppninni í haust sem voru ekki nógu góðir. En það er önnur holning á okkur núna og við erum mun beittari. Við erum staðráðnir í að eiga gott mót því það er líka þátttökuréttur á ÓL í Brasilíu í húfi. Við þurfum því að vera beittir.“ „Við erum með okkar sterkasta lið, sem er mikilvægast. Menn eru meðvitaðir um að við þurfum að sýna betri leik en við höfum verið að gera og hefur verið stígandi í okkar undirbúningsleikjum.“ „Það var rétt að hvíla menn gegn Svíum en heilt yfir höfum við verið að bæta okkar leik í undirbúningnum fyrir þetta mót.“ Kári Kristján hefur ekki áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins sem var misjafn í undirbúningsleikjunum. „Við erum allt eða ekkert þegar það kemur að því. Þegar þetta smellur hjá okkur þá smellur þetta. Varnarmennirnir, sérstaklega miðjublokkin, hafa unnið í hlutunum sín á milli og við vitum að við þurfum að fá góða vörn í gang. Þá kemur markvarslan með og það er 100 prósent að þeir eru klárir.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30 Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00 Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53 Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar Hlaðvarpsþátturinn HM-Handvarpið á Vísi hitar upp fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta. 15. janúar 2015 12:30
Ferðasaga Kára Kristjáns til Katar Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var með símann á lofti á ferðalagi strákanna okkar til Doha. 15. janúar 2015 11:00
Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Guðjón Valur Sigurðsson segir að undirbúningur sinn fyrir HM í handbolta hafi ekki verið ákjósanlegur. 15. janúar 2015 11:53
Vísir er kominn til Katar Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar. 15. janúar 2015 08:30