Lokafrestur á umsóknum hjá SVFR er á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 15. janúar 2015 10:11 Það komast færri en vilja til veiða í Elliðaárnar Mynd: www.svfr.is Lokafrestur félagsmanna SVFR til að sækja um ársvæði hjá félaginu rennur út á morgun.Nú er frestur til þess að skila inn umsóknum í úthlutun SVFR fyrir sumarið 2015 alveg að renna út. SVFR hvetur félagsmenn sína til þess að vera ekki að bíða fram á síðustu stundu með það að senda inn umsóknir heldur að drífa í því fyrir miðnætti á föstudaginn. Það má gera ráð fyrir því að umsóknarþunginn verði sem fyrr mestur í Elliðaárnar en svo er alveg óljóst með annað. Léleg veiði síðasta árs gæti minnkað umsóknir í einhverjar árnar en það er samt alls ekki víst. Sogið gaf til að mynda ekki góða veiði í fyrra en það er ákveðinn hópur veiðimanna sem heldur tryggð við ánna sama hvað gengur á í henni. Það sem verður líklegast fróðlegt að sjá er hvernig salan á Langá verður núna þegar eingöngu má veiða með flugu í ánni. Vinsælustu dagarnir í ánni eru þó alltaf fyrstu 10 dagarnir frá opnun. Það má líklega reikna með góðum fjölda umsókna í Haukadalsá sem er nýtt ársvæði hjá félaginu eins er Minnivallalækur nýr í söluskrá SVFR. Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði
Lokafrestur félagsmanna SVFR til að sækja um ársvæði hjá félaginu rennur út á morgun.Nú er frestur til þess að skila inn umsóknum í úthlutun SVFR fyrir sumarið 2015 alveg að renna út. SVFR hvetur félagsmenn sína til þess að vera ekki að bíða fram á síðustu stundu með það að senda inn umsóknir heldur að drífa í því fyrir miðnætti á föstudaginn. Það má gera ráð fyrir því að umsóknarþunginn verði sem fyrr mestur í Elliðaárnar en svo er alveg óljóst með annað. Léleg veiði síðasta árs gæti minnkað umsóknir í einhverjar árnar en það er samt alls ekki víst. Sogið gaf til að mynda ekki góða veiði í fyrra en það er ákveðinn hópur veiðimanna sem heldur tryggð við ánna sama hvað gengur á í henni. Það sem verður líklegast fróðlegt að sjá er hvernig salan á Langá verður núna þegar eingöngu má veiða með flugu í ánni. Vinsælustu dagarnir í ánni eru þó alltaf fyrstu 10 dagarnir frá opnun. Það má líklega reikna með góðum fjölda umsókna í Haukadalsá sem er nýtt ársvæði hjá félaginu eins er Minnivallalækur nýr í söluskrá SVFR.
Stangveiði Mest lesið Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði