Handbolti

Vísir er kominn til Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lusail-íþróttahöllin í Katar þar sem opnunarhátíðin fer m.a. fram er rosalegt mannvirki.
Lusail-íþróttahöllin í Katar þar sem opnunarhátíðin fer m.a. fram er rosalegt mannvirki. Vísir/Eva Björk
Fulltrúar íþróttadeildar 365 eru komnir til Doha í Katar þar sem HM í handbolta verður sett með pompi og prakt í kvöld.

Opnunarhátíðin fer fram í hinni nýbyggði og glæsilegu Lusail-höll sem er í samnefndri borg rétt utan höfuðborgarinnar Katar.

Arnar Björnsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Björn Guðgeir Sigurðsson munu flytja fréttir af mótinu hér á Vísi, í Fréttablaðinu, kvöldfréttum Stöðvar 2 og í HM-kvöldi, þætti Stöðvar 2 Sports um keppnina. Sá fyrsti er á dagskrá annað kvöld klukkan 20.00.

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson verður fulltrúi Íslands á opnunarhátíðinni en opnunarleikur keppninnar verður á milli heimamanna í Katar og Brasilíu. Fyrsti leikur strákanna verður gegn Svíum á morgun klukkan 18.00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Það má fylgjast með íþróttadeild 365 á Snapchat (notendanafn: sport365), á Facebook og á Twitter.

vísir/eva björk
vísir/eva björk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×