Leikirnir fara fram í Orlando í Flórída þar sem liðið hefur verið við æfingar undanfarna daga, en í gær æfðu allir nema Guðmundur Þórarinsson sem er með flensu.
Í gærkvöldi skelltu strákarnir sér svo á NBA-leik í Amway Center í Orlando þar sem heimamenn í Orlandi Magic tóku á móti Houston Rockets.
Okkar menn höfðu góð áhrif á Orlando-liðið sem vann sjö stiga sigur á firnasterku liði Houston, 120-113, en enginn á vellinum var betri en Victor Oladipo.
Skotbakvörðurinn öflugi var með sýningu fyrir íslenska landsliðið og skoraði 32 stig auk þess sem hann tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal þremur boltum.
Til að kóróna frammstöðu sína gekk hann frá leiknum með frábærri 360-troðslu þegar 37 sekúndur voru eftir.
Það var ekki furða að Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, skrifaði á Instagram-síðu sína: „NBA - Þvílíkt show!“
Troðsluna og svipmyndir frá frammistöðu Oladipo má sjá í myndböndunum hér að neðan.