Alþjóðahandboltasambandið ætlar að bjóða þremur getspökum handboltaáhugamönnum eða konum draumaferð á úrslitaleikinn á HM í handbolta en heimsmeistaramótið verður sett í Katar á fimmtudagskvöldið.
Á heimasíðu IHF, Alþjóðahandboltasambandsins, segir frá skemmtilegum leik á vegum sambandsins þar sem fólk getur giskað á úrslit leikja á heimsmeistaramótinu.
Menn giska á alla leiki og safna sér stigum með því að vera með rétt úrslit. Það verður síðan hægt að fylgjast með gangi mála á heimasíðunni.
"Spáfólkið" sem tekur þátt í leiknum fær bæði stig fyrir réttan sigurvegara og réttan markamun í leikjunum. Þátttakendur fá fimm stig fyrir að giska á réttan sigurvegara (eða jafntefli) og tíu stig í viðbót fyrir að vera með réttan markamun.
Það er hægt að skrá sig í leikinn hér og sjá yfirlit yfir reglurnar með því að smella hér.
Þrír efstu í leiknum fá mynd af sér á heimasíðu IHF og boð í draumaferð til Katar á úrslitaleikinn og leikinn um þriðja sætið sem fara fram sunnudaginn 1. febrúar.
Getspakir geta unnið draumaferð á úrslitaleikinn á HM í Katar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
