Auddi tekur upp nýja Atvinnumenn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. janúar 2015 14:16 Meðal þeirra sem hafa verið nefnd í tengslum við nýja þætti eru Kolbeinn Sigþórsson, Helena Sverrisdóttir og Gylfi Sigurðsson. Auðunn Blöndal mun gera nýja þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar, en fyrri þáttaröðin naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Í þáttunum heimsækir Auðunn íslenska afreksmenn í íþróttum. „Þetta verða sex þættir og við munum heimsækja nýja atvinnumenn, þetta verða allt ný nöfn,“ segir Auðunn í samtali við Vísi. Hann segir að einhverjir hafi velt því fyrir sér hvort hann ætlaði sér að fara til Barcelona að heimsækja handknattleiksmanninn Guðjón Val Sigurðsson eða til Bolton að heimsækja knattspyrnukappann Eið Smára Guðjohnsen. Þeir voru báðir í síðustu þáttaröð og verða því ekki heimsóttir af þessu sinni. Af nógu er að taka þegar það kemur að íslenskum atvinnumönnum erlendis. Auðunn varpaði spurningu fram á Twitter hvaða atvinnumenn fólk vildi að hann myndi heimsækja. Svörin létu ekki á sér standa. Stungið var upp á nöfnum eins og Gylfi Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson, Helena Sverrisdóttir og Ragnar Sigurðsson.Hér má sjá kynningu frá fyrstu þáttaröðinni. Auðunn segir ekki vera búið að ákveða hvert verður farið. En hann segir að allir sem hann hafi talað við að svo stöddu hafi tekið vel í hugmyndina um heimsókn. „Allir sem ég hef talað við eru meira en til í þetta. Við erum byrjuð að undirbúa þættina og svo munur tökur hefjast í lok sumars og standa fram á haust. Við stefnum af því að hafa þættina mjög „current“ og munum reyna að stökkva til ef eitthvað stórt gerist hjá einhverjum atvinnumanninum okkar.“ Auðunn segir að huga þurfi að heilmiklu þegar lagt er af stað með tökulið erlendis. „Síðast vorum við alveg með fimm til sex manns að ferðast um Evrópu.“ Þá var Hannes Þór Halldórsson leikstjóri þáttanna og ferðaðist með Auðunni til atvinnumannanna sem voru til umfjöllunar í þáttunum. Eins og flestir vita er Hannes nú landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu og sjálfur atvinnumaður. „Já, nú gæti maður jafnvel þurft að heimsækja leikstjórann,“ segir Auðunn og hlær. Hér að neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Auðunn Blöndal mun gera nýja þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar, en fyrri þáttaröðin naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Í þáttunum heimsækir Auðunn íslenska afreksmenn í íþróttum. „Þetta verða sex þættir og við munum heimsækja nýja atvinnumenn, þetta verða allt ný nöfn,“ segir Auðunn í samtali við Vísi. Hann segir að einhverjir hafi velt því fyrir sér hvort hann ætlaði sér að fara til Barcelona að heimsækja handknattleiksmanninn Guðjón Val Sigurðsson eða til Bolton að heimsækja knattspyrnukappann Eið Smára Guðjohnsen. Þeir voru báðir í síðustu þáttaröð og verða því ekki heimsóttir af þessu sinni. Af nógu er að taka þegar það kemur að íslenskum atvinnumönnum erlendis. Auðunn varpaði spurningu fram á Twitter hvaða atvinnumenn fólk vildi að hann myndi heimsækja. Svörin létu ekki á sér standa. Stungið var upp á nöfnum eins og Gylfi Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson, Helena Sverrisdóttir og Ragnar Sigurðsson.Hér má sjá kynningu frá fyrstu þáttaröðinni. Auðunn segir ekki vera búið að ákveða hvert verður farið. En hann segir að allir sem hann hafi talað við að svo stöddu hafi tekið vel í hugmyndina um heimsókn. „Allir sem ég hef talað við eru meira en til í þetta. Við erum byrjuð að undirbúa þættina og svo munur tökur hefjast í lok sumars og standa fram á haust. Við stefnum af því að hafa þættina mjög „current“ og munum reyna að stökkva til ef eitthvað stórt gerist hjá einhverjum atvinnumanninum okkar.“ Auðunn segir að huga þurfi að heilmiklu þegar lagt er af stað með tökulið erlendis. „Síðast vorum við alveg með fimm til sex manns að ferðast um Evrópu.“ Þá var Hannes Þór Halldórsson leikstjóri þáttanna og ferðaðist með Auðunni til atvinnumannanna sem voru til umfjöllunar í þáttunum. Eins og flestir vita er Hannes nú landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu og sjálfur atvinnumaður. „Já, nú gæti maður jafnvel þurft að heimsækja leikstjórann,“ segir Auðunn og hlær. Hér að neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira