Rúnar: Ætla ekki að taka Markussen á þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2015 13:00 Rúnar á ferðinni með landsliðinu á EM í fyrra. vísir/daníel Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka." HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Rúnar Kárason þurfti að bíta í það súra epli að missa af farseðlinum til Katar. Skyttan örvhenta var einn þriggja sem lenti í niðurskurði þjálfarans um helgina og kom það mörgum á óvart að hann skildi ekki fara með út. Aðrir sem duttu út voru Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Árni Ólafsson. „Ég ætla nú ekki að taka Markussen á þetta," segir Rúnar er Vísir spurði hann um viðbrögð. Vitnaði hann þar í Danann Nikolaj Markussen sem komst ekki í hópinn og brást afar illa við tíðindunum. „Auðvitað er ég svekktur. Annað væri skrítið. Ég er ekki sammála ákvörðun þjálfarans. Ef ég væri það þá væri eitthvað ekki rétt hjá mér. Þjálfarinn ræður og fylgir sinni sannfæringu. Ég náði augljóslega ekki að heilla hann nógu mikið. Rúnar var nokkuð ánægður með eigin frammistöðu á æfingum og þokkalega sáttur með sitt í æfingaleikjunum. Þó svo það hafi verið svekkjandi að komast ekki út núna þá er hann ekki af baki dottinn. „Ég er ánægður með líkamlegt stand eftir erfið meiðsli. Miðað við mín meiðsli og meiðslasögu þá er ég lengra kominn en búist var við. Ég veit að ég á fullt inni og á enn eftir að ná mínu besta eftir meiðslin. Ef ég væri kominn í mitt besta form þá trúi ég því að ég hefði komist í hópinn. Nú ætla ég að komast í mitt besta stand og taka af allan vafa um hvort ég eigi að vera í þessu liði," segir skyttan sem vill alls ekki gera lítið úr liðsvali þjálfarans. „Það er nú ekki eins og það séu einhverjir byrjendur í minni stöðu. Hópurinn er sterkur og þéttur. Það er jákvætt að landsliðið sé það gott að maður eigi ekki gefins sæti. Ég legg aftur á móti ekki árar í bát og stefni á að koma sterkari til baka."
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Guðmundur fer með 17 til Katar Guðmundur Guðmundsson landsliðþjálfari Danmerkur í handbolta hefur tilkynnt að hann fari með 17 leikmenn til Katar en hann sendi Nikolaj Markussen heim eftir leikinn gegn Íslandi í gær. 11. janúar 2015 19:00
HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34