Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 22:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Daníel „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
„Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30