Íslenska U21 árs landsliðið í handbolta lagði Eistland 31-28 í síðasta leik sínum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Brasilíu í sumar. Ísland varð í öðru sæti í riðlinum.
Fyrr um daginn lagði Noregur Litháen 39-29 og tryggði sér sigurinn í riðlinum og farseðilinn til Brasilíu en íslenska liðið situr eftir með sárt ennið eftir tapið gegn Noregi í gær.
Leikur Íslands gegn Eistlandi var spennandi og voru Eistarnir aldrei langt undan þó Ísland væri með frumkvæðið nánast allan leikinn. Ísland var 17-15 yfir í hálfleik og lenti aldrei undir í seinni hálfleik.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk. Adam Haukur Baumruk skoraði 6 mörk og Gunnar Malmquist Þórsson 5.
Íslenska U21 liðð lauk leik með sigri
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
