Fuglaveisla á Hawaii 11. janúar 2015 12:54 Jimmy Walker deilir forystunni á Kapalua. AP/Getty Það er mikil spenna á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii en í mótinu hafa aðeins þeir kylfingar þátttökurétt sem sigruðu á móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Eftir tvo hringi deila fjögur þekkt nöfn efsta sætinu á 11 höggum undir pari en það eru þeir Russell Henley,Jimmy Walker, Sang-Moon Bae og sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson. Fimm kylfingar deila fimmta sætinu, einu höggi á eftir forystusauðunum en hinn glæsilegi Kapalua völlur, sem er par 73, er með breiðar brautir og stórar flatir og því er skor keppenda almennt mjög gott. Tilþrif dagsins í gær átti Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman en hann var aðeins millimetrum frá því að fara holu í höggi á 11. holu og vinna sér inn glænýjan bíl. Hann þurfti að sætta sig við auðveldan fugl en höggið má sjá hér. Þriðji hringur frá Hawaii verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:30 í kvöld. Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það er mikil spenna á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii en í mótinu hafa aðeins þeir kylfingar þátttökurétt sem sigruðu á móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Eftir tvo hringi deila fjögur þekkt nöfn efsta sætinu á 11 höggum undir pari en það eru þeir Russell Henley,Jimmy Walker, Sang-Moon Bae og sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson. Fimm kylfingar deila fimmta sætinu, einu höggi á eftir forystusauðunum en hinn glæsilegi Kapalua völlur, sem er par 73, er með breiðar brautir og stórar flatir og því er skor keppenda almennt mjög gott. Tilþrif dagsins í gær átti Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman en hann var aðeins millimetrum frá því að fara holu í höggi á 11. holu og vinna sér inn glænýjan bíl. Hann þurfti að sætta sig við auðveldan fugl en höggið má sjá hér. Þriðji hringur frá Hawaii verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:30 í kvöld.
Golf Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira