Nöddesbo: Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel Arnar Björnsson í Katar skrifar 29. janúar 2015 17:00 Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira