Seint í kvöld og nótt hvessir á landinu og þar sem víða er laus snjór yfir má gera ráð fyrir að skafrenningur verði þó nokkur að auki hríðarveður frá því snemma í nótt og til morguns frá Vestfjörðum og austur á land.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Reiknað er með vindhviðum á Kjalarnesi frá því um kl. 07 í fyrramálið, allt að 35-40 m/s og vel fram á morguninn. Eins snarpar hviður á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja víðast hvar á Suðurlandi.
Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Vesturlandi en þæfingsfærð og skafrenningur á Fróðárheiði. Einnig er snjóþekja og hálka á Vestfjörðum en þæfingsfærð og snjókoma er nú á Steingrímsfjarðarheiði, þungfært á Hjallahálsi og ófært á Klettshálsi.
Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða jafnvel snjókoma. Skafrenningur er mjög víða fyrir austan Eyjafjörð. Þungfært er á Hólasandi.
Það er hálka á flestum leiðum á Austurlandi og með suðausturströndinni.
Hvessir nokkuð á landinu í kvöld og í nótt
Stefán Árni Pálsson skrifar
