Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 17:48 Johannes Sellin skoraði 11 mörk fyrir Þýskaland í dag. vísir/getty Argentínumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu þriggja marka sigur, 27-30, á Rússum í lokaleik sínum í D-riðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í Katar. Með sigrinum tryggði Argentína sér sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Rússlands. Þar mætir Argentína annað hvort Svíþjóð eða Frakklandi. Rússar voru yfir framan af leik en Argentínumenn jöfnuðu og leiddu með einu marki í hálfleik, 16-17. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 23-23. Þá fóru Argentínumenn á flug, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu heljartaki á leiknum sem þeir létu ekki af hendi. Hornamaðurinn Federico Pizarro fór á kostum í liði Argentínu og skoraði níu mörk úr 11 skotum. Diego Simonet var einnig sterkur með sjö mörk og Federico Vieyra skoraði sex. Daniil Shishkarev skoraði sjö mörk fyrir Rússland sem er á leið í Forsetabikarinn. Þjóðverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Sádí-Arabíu í sama riðli. Þýska liðið var miklu sterkara og leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 8-18. Lærisveinar Dags Sigurðssonar bættu við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum 17 marka sigur, 19-36. Hornamennirnir Johannes Sellin og Matthias Musche nýttu tækifærið í dag vel og skoruðu 11 mörk hvor. Línumaðurinn Erik Schmidt kom næstur með átta mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fjögur mörk. Sádarnir töpuðu öllum sínum leikjum og fara í Forsetabikarinn ásamt Rússum. Þjóðverjar unnu D-riðilinn með níu stig og mæta Egyptum í 16-liða úrslitunum. HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Argentínumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu þriggja marka sigur, 27-30, á Rússum í lokaleik sínum í D-riðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í Katar. Með sigrinum tryggði Argentína sér sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Rússlands. Þar mætir Argentína annað hvort Svíþjóð eða Frakklandi. Rússar voru yfir framan af leik en Argentínumenn jöfnuðu og leiddu með einu marki í hálfleik, 16-17. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 23-23. Þá fóru Argentínumenn á flug, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu heljartaki á leiknum sem þeir létu ekki af hendi. Hornamaðurinn Federico Pizarro fór á kostum í liði Argentínu og skoraði níu mörk úr 11 skotum. Diego Simonet var einnig sterkur með sjö mörk og Federico Vieyra skoraði sex. Daniil Shishkarev skoraði sjö mörk fyrir Rússland sem er á leið í Forsetabikarinn. Þjóðverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Sádí-Arabíu í sama riðli. Þýska liðið var miklu sterkara og leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 8-18. Lærisveinar Dags Sigurðssonar bættu við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum 17 marka sigur, 19-36. Hornamennirnir Johannes Sellin og Matthias Musche nýttu tækifærið í dag vel og skoruðu 11 mörk hvor. Línumaðurinn Erik Schmidt kom næstur með átta mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fjögur mörk. Sádarnir töpuðu öllum sínum leikjum og fara í Forsetabikarinn ásamt Rússum. Þjóðverjar unnu D-riðilinn með níu stig og mæta Egyptum í 16-liða úrslitunum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira