Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Arnar Björnsson í Katar skrifar 23. janúar 2015 18:23 Patrekur Jóhannesson með "teipið“ á fingrunum. Vísir/Eva Björk Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39
Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51