Nyegaard: Guðmundur á eftir að höndla pressuna Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 19:00 Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. „Það hefur verið mikil umræða um dómgæsluna. Þannig voru fáir brottrekstrar í leik Dana og Rússa og maður veltir því fyrir sér hvort leikmenn séu farnir að laga sig að dómgæslunni. Ég veit ekki hvort þetta er gott fyrir íþróttina. Ég vil að menn fái að takast á án þess að vera grófir," segir Nyegaard. Er handboltinn eitthvað að breytast, er hann betri eða verri á þessu móti? „Ég hef fylgst vel með D-riðlinum þar sem Danir spila. Margir leikir þar hafa verið góðir t.d. leikur Dana og Þjóðverja sem var frábær. Pólverjar og Argentínumenn eru sterkir. Við teljum að Evrópa eigi bestu liðin í karlaflokki en svo sjáum við lið eins og Argentínu og Eygptaland. Það verður fróðlegt að sjá hvort handboltalið utan Evrópu eru að verða sterkari." Gæti það orðið erfiðara fyrir lið eins og það íslenska að komast á heimsmeistaramót í framtíðinni? „Ég veit það ekki því ég tel að Íslendingar séu í hópi 8-10 bestu liðanna í dag. En Suður Ameríkuliðin sækja á og ég er einnig hissa á þvi hvað Egyptar eru sterkir." En hvað segir Nygegaard um frammistöðu íslenska liðsins, kemur hún honum á óvart? „Mjög á óvart. Ég var hissa á stórum ósigrum gegn Svíum og Tékkum og hissa á jafntefli við Frakka. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðsins. Við Danir óttumst alltaf Íslendinga því þeir spila alltaf vel gegn okkur. Við sáum það í æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. Þeir eru mótherjar sem við viljum ekki mæta en það bendir margt til þess að svo verði“. Hvað með pressuna á Guðmund Guðmundsson. „Hún er gríðarleg. Við höfum staðið okkur vel á fjórum síðustu mótum og þegar við gerum jafntefli við Argentínu og Þýskaland, sem við teljum að við séum betri og þegar þú spilar vel í fyrri hálfleik en missir taktinn í þeim seinni, þá er pressan mikil. Ég held að Guðmundur eigi eftir að höndla pressuna. En þetta er ný áskorun fyrir hann. Hér er krafan um að komast úr skugganum á hinum sigursæla Ulrik Wilbek. Hann á því mikið verk fyrir höndum."Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30 Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Íslandsvinurinn Bent Nyegaard er sérfræðingur TV2 sjónvarpsstöðvarinnar. Hann þjálfaði bæði Fram og ÍR á sínum tíma. Hann segir pressuna á Guðmund Guðmundsson gríðarlega mikla. Íslenska landsliðið er í hópi 8-10 bestu í heimi að hans mati. „Það hefur verið mikil umræða um dómgæsluna. Þannig voru fáir brottrekstrar í leik Dana og Rússa og maður veltir því fyrir sér hvort leikmenn séu farnir að laga sig að dómgæslunni. Ég veit ekki hvort þetta er gott fyrir íþróttina. Ég vil að menn fái að takast á án þess að vera grófir," segir Nyegaard. Er handboltinn eitthvað að breytast, er hann betri eða verri á þessu móti? „Ég hef fylgst vel með D-riðlinum þar sem Danir spila. Margir leikir þar hafa verið góðir t.d. leikur Dana og Þjóðverja sem var frábær. Pólverjar og Argentínumenn eru sterkir. Við teljum að Evrópa eigi bestu liðin í karlaflokki en svo sjáum við lið eins og Argentínu og Eygptaland. Það verður fróðlegt að sjá hvort handboltalið utan Evrópu eru að verða sterkari." Gæti það orðið erfiðara fyrir lið eins og það íslenska að komast á heimsmeistaramót í framtíðinni? „Ég veit það ekki því ég tel að Íslendingar séu í hópi 8-10 bestu liðanna í dag. En Suður Ameríkuliðin sækja á og ég er einnig hissa á þvi hvað Egyptar eru sterkir." En hvað segir Nygegaard um frammistöðu íslenska liðsins, kemur hún honum á óvart? „Mjög á óvart. Ég var hissa á stórum ósigrum gegn Svíum og Tékkum og hissa á jafntefli við Frakka. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðsins. Við Danir óttumst alltaf Íslendinga því þeir spila alltaf vel gegn okkur. Við sáum það í æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. Þeir eru mótherjar sem við viljum ekki mæta en það bendir margt til þess að svo verði“. Hvað með pressuna á Guðmund Guðmundsson. „Hún er gríðarleg. Við höfum staðið okkur vel á fjórum síðustu mótum og þegar við gerum jafntefli við Argentínu og Þýskaland, sem við teljum að við séum betri og þegar þú spilar vel í fyrri hálfleik en missir taktinn í þeim seinni, þá er pressan mikil. Ég held að Guðmundur eigi eftir að höndla pressuna. En þetta er ný áskorun fyrir hann. Hér er krafan um að komast úr skugganum á hinum sigursæla Ulrik Wilbek. Hann á því mikið verk fyrir höndum."Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00 Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00 Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30 Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30 Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Dagur: Sárt fyrir Ísland að tapa stórt Dagur Sigurðsson var afslappaður á blaðamannafundi í dag enda Þjóðverjar í bílstjórasætinu í D-riðli. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum Sádi-Aröbum í lokaleiknum. 23. janúar 2015 18:00
Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær. 23. janúar 2015 17:00
Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Þjálfari danska landsliðsins hefur trú á sínum gömlu lærisveinum gegn Egyptum. 23. janúar 2015 16:30
Guðjón Valur: Í svona krísu tekur enginn síðasta skrefið Fyrirliðinn segir alla í liðinu einhverjum prósentum frá sínu besta á mótinu. 23. janúar 2015 14:30
Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott Línumaðurinn öflugi segir andlegu hliðina ekki í molum hjá liðinu. 23. janúar 2015 16:00