Handbolti

Kári Kristjáns: Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Kári Kristján Kristjánsson nýtti færin sín vel í gærkvöldi. Skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum.

Það er venjulega létt í Kára hvernig sem úrslitin fara.

„Ég er bara hress í daga. Það er skylda að henda þessu sem gerist í gær í burtu. Þetta er þétt spilað mót. Við meigum ekki staldra við þetta því það er leikur á morgun“.

Er andlega hliðin ekki í lagi? „Hún er algjörlega í molum, nei það er ekki þannig. Skítur skeður og í gær var þetta ekki gott.  Á morgun er bikarleikur og þegar við erum búnir að klára hann þá getum við verið glaðir aftur“.

Þið eruð búnir að fara flatt gegn tveimur mótherjum. Er einhver von um að vinna Egypta?

„Nei engin von, bara sleppum því að mæta. Auðvitað er þetta eins og ég segi, bikarleikur.  Við erum búnir að vera óstöðugir, við getum ekki farið að setja upp súlurit yfir það hvað við ætlum að gera á næstu árum. Það er leikur á morgun sem við ætlum að klára. Ég ætla að allir leikmenn verði klárir og í sínu besta standi. Við mætum í sparifötin og sínum okkar bestu hliðar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×