Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 12:30 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans eru taplausir á HM. vísir/eva björk Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38