Bræðurir Igor og Ivan Karacic munu eigast við á HM í Katar í dag þegar að lið Bosníu og Króatíu leiða saman hesta sína.
Karacic-bræðurnir eru báðir fættir í Mostar í Bosníu en yngri bróðirinn, Igor, valdi að spila fyrir landslið Króatíu og vinstri skyttan vann sér sæti í liðinu í fyrra.
„Ég styð bróður minn,“ sagði Ivan í viðtali á heimasíðu HM í Katar. „Króatía er líka liðið mitt. Ég er hrifinn af báðum liðum en spila fyrir land mitt. Ég dáist að þessari bosnísku kynslóð en Igor dreymdi um að spila fyrir Króatíu.“
„Ég er ánægður fyrir hans hönd og hann fyrir mína. Fjölskyldan okkar er stolt af okkur.“
Igor sagði að hann hafi fengið símtal frá Irfan Smajlagic, þjálfara hjá yngri landsliðum Króatíu, árið 2005 og upp frá því hafi hann valið Króatíu. Ivan var þá þegar byrjaður að spila fyrir yngri landslið Bosníu.
„Þetta verður erfiðast fyrir mömmu,“ sagði Igor. „Ég veit að hún mun ekki horfa á leikinn en faðir okkar og bróðir gera það.“
Króatía er í efsta sæti riðilsins en Bosnía þarf á sigri að halda í kvöld til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit keppninnar.
Bræður mætast á HM í dag

Tengdar fréttir

Túnismenn björguðu mótinu á lokamínútunum - útlitið svart hjá Bosníu
Bosníumenn misstu frá sér sigurinn og væntanlega sæti í sextán liða úrslitum þegar liðið tapaði með þriggja marka mun á móti Túnis, 27-24, á HM í handbolta í dag.

Leikmaður Bosníu rekinn heim
Dæmdur í þriggja leikja bann fyrir óíþróttamannslega hegðun.