Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 06:30 Björgvin Páll Gústavsson og Snorri Steinn Guðjónsson eftir leikinn í gær. Vísir/Eva Björk Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Staðan er einföld fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast áfram í 16-liða úrslitin eða ná betri úrslitum en Tékkland sem mætir Alsír í lokaumferðinni. Ísland er nú í fjórða sæti með þrjú stig - tveimur á eftir Egyptum í þriðja sætinu og einu á undan Tékkum sem eru í því fimmta. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Egyptaland verða því jöfn að stigum með íslenskum sigri á morgun. Strákarnir myndu þá hafna í þriðja sæti sæti C-riðils á betri árangri í innbyrðisviðureign liðanna og mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils. Tapi strákarnir eða geri jafntefli verða þeir að treysta á að Tékklandi nái verri úrslitum gegn Alsír á morgun. Tékkar þykja sigurstranglegri aðilinn í þeim leik enda hafa Alsíringar tapað öllum leikjum sínum til þessa í riðlinum. Semsagt - tékkneskur sigur gegn Alsír þýðir að aðeins sigur Íslands á Egyptalandi dugir til að koma strákunum í 16-liða úrslit og forða strákunum frá því að spila um hinn svokallaða forestabikar - þar sem spilað er um átta neðstu sæti heimsmeistarakeppninnar.Sjá einnig: Gæti endað illa að þurfa að mæta Egyptum í úrslitaleik Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 16.00 í Al Sadd á morgun. Tveimur tímum síðar mætast Alsíringar og Tékkar í Duhail og því ljóst að Tékkar munu vita fyrir sinn leik hvort þeir eigi einhvern möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin. Sem fyrr segir mun Ísland mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti D-riðils ef þeir vinna Egypta og hafna í þriðja sæti síns riðils. Nánast öruggt er að Þýskaland vinni Sádí-Arabíu á morgun og hafni þar með í efsta sæti D-riðils. Danmörk og Pólland, sem eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti, mætast svo í hreinum úrslitaleik um annað sætið en jafntefli mun duga lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar til að tryggja annað sæti riðilsins. Danir virðast loksins komnir almennilega í gang á HM eftir sannfærandi frammistöðu gegn Rússlandi í gær og fáir sem spá dönsku tapi gegn Pólverjum á morgun.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54 Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59 HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37 Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56 „Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00 Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Aron var „slappur“ fyrir leik | Grunur um heilahristing Læknir íslenska landsliðsins ákvað að taka Aron Pálmarsson af velli í kvöld eftir að hann fékk þungt högg. Grunur leikur á að hann hafi fengið heilahristing. 22. janúar 2015 19:54
Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. 22. janúar 2015 22:59
HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld. 22. janúar 2015 21:37
Ísland hefur bara einu sinni tapað stærra á HM í handbolta Íslenska landsliðið tapaði með ellefu marka mun á móti Tékklandi á HM í handbolta í Katar í kvöld en þetta er næststærsta tap Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi. 22. janúar 2015 23:56
„Sjokkerandi“ frammistaða strákanna „Þetta er sjokkerandi og er alveg saman hvar tekið er niður í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Tékklandi á HM í Katar í gær. 23. janúar 2015 06:00
Alexander: Ég skil þetta bara ekki Alexander Petersson segir að leikurinn gegn Tékklandi í kvöld hafi verið "katastrófa“. 22. janúar 2015 20:17