Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2015 15:52 Bara vinir. Eiríkur segir að nú séu samskipti hans og Manuelu Óskar eins og á þingflokksfundi Bjartrar framtíðar. Enginn ágreiningur. Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira