Vefsalan komin í gang hjá Lax-Á Karl Lúðvíksson skrifar 22. janúar 2015 11:02 Valgerður Árnadóttir með stórlax úr Blöndu í fyrra Mynd: Lax-Á Vefsalan hjá Lax-Á er komin í gang á heimasíðu fyrirtækisins og ársvæðum þar á eftir að fjölga hratt næstu vikurnar. Þau veiðisvæði sem eru þegar komin inn eru Hvannadalsá, Hallá, Blanda og Eystri Rangá. Eystri Rangá og Blanda stóðu uppúr síðasta sumar og það er frekar líklegra en ekki að svo verði aftur í sumar en flestir veiðispekúlantar eru á því að veiðin verði góð í sumar eftir aflafrest víðast hvar í fyrra. Önnur svæði sem eiga eftir að detta inn eru t.d. Stóra Laxá í Hreppum en hún hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu tvö ár eftir að áin varð eingöngu veidd með flugu, Tungufljót í Biskupstungum, Svartá, Ásgarður og fleiri. Lax-Á kemur einnig til með að bjóða uppá einhver veiðileyfi í samstarfi við aðra leigutaka en þeir dagar eru ekki komnir inná síðuna ennþá. Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði
Vefsalan hjá Lax-Á er komin í gang á heimasíðu fyrirtækisins og ársvæðum þar á eftir að fjölga hratt næstu vikurnar. Þau veiðisvæði sem eru þegar komin inn eru Hvannadalsá, Hallá, Blanda og Eystri Rangá. Eystri Rangá og Blanda stóðu uppúr síðasta sumar og það er frekar líklegra en ekki að svo verði aftur í sumar en flestir veiðispekúlantar eru á því að veiðin verði góð í sumar eftir aflafrest víðast hvar í fyrra. Önnur svæði sem eiga eftir að detta inn eru t.d. Stóra Laxá í Hreppum en hún hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu tvö ár eftir að áin varð eingöngu veidd með flugu, Tungufljót í Biskupstungum, Svartá, Ásgarður og fleiri. Lax-Á kemur einnig til með að bjóða uppá einhver veiðileyfi í samstarfi við aðra leigutaka en þeir dagar eru ekki komnir inná síðuna ennþá.
Stangveiði Mest lesið Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Yfir 100 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Víðidalsá að ná 700 löxum Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði