Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 13:00 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Sjá meira