Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2015 15:58 Martin Strobel, leikstjórnandi þýska landsliðsins, brýst í gegnum dönsku vörnina. vísir/getty/ Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00