Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útilokað að samið verði um frekari skuldaniðurfellingu við Grikki. Þetta segir Merkel í viðtali við þýska dagblaðið Hamburger Abendblatt.
Gríska ríkið skuldar 315 milljarða evra, eða um 175 prósent af vergri landsframleiðslu, þrátt yfir mikinn niðurskurð á síðustu árum.
Nýkjörinn forsætisráðherra Grikklands Alexis Tsipras hefur lýst því yfir að hann vilji að helmingur allra skulda gríska ríkisins verði afskrifaður.
Merkel segir að hún vilji ekki að Grikkir yfirgefi evrusamstarfið en segir hins vegar mikilvægt að þeir standi við sínar skuldbindingar.
Ekki samið um niðurfellingu við Grikki

Tengdar fréttir

Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands
Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum.

Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall
Nýr forsætisráðherra Grikklands að ríkið muni semja við lánadrottna um 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína.

Tsipras vill fara samningaleiðina
Alexis Tsipras boðar miklar breytingar í Grikklandi, uppstokkun í kerfinu og sanngjarna samninga við lánardrottna. Hann segist samt vilja forðast átök við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm
Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar.