Fagna tíunda Stórmóti ÍR í nýju Laugardalshöllinni með nýju meti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 14:24 Vísir/Vilhelm Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll. Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira