Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 10:45 Dagur Sigurðsson var svekktur með gang mála. Vísir/Getty Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun. HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Þýskaland tapaði í dag sínum öðrum leik í röð á HM í handbolta og er liðið lá fyrir Króatíu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 í keppninni. Úrslitin þýða að lærisveinar Dags Sigurðssonar þurfa að fara í hreinan úrslitaleik gegn tapliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu um sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. Það er draumur allra íþróttamanna að komast á Ólympíuleika og mikið áhersluatriði fyrir þá þýsku í aðdraganda þessa leiks. Sú von er ekki úti en hún minnkaði í dag. Þar að auki er nú ljóst að Þýskaland á ekki lengur möguleika á að halda sinn riðil á heimavelli í undankeppninni, komist þeir þýsku þangað.vísir/eva björkÞjóðverjar byrjuðu þó af miklum krafti og komust í 6-4 forystu. Króatarnir virkuðu áhugalausir og um tíma virtist sem að þeir þýsku ætluðu að síga fram úr, hægt og rólega. Annað kom á daginn. Markvörðurinn Mirko Alilovic fór í gang og þá kom slæmur níu mínútna kafli þar sem Þjóðverjar skoruðu ekki mark og Króatía breytti stöðunni í 8-6. Steffen Weinhold, skyttan úr Kiel, meiddist í leik Þýskalands og Katar í 8-liða úrslitum og hans var sárt saknað í dag. Jens Schöngarth byrjaði í hans stað en fann sig ekki í byrjun, né heldur Michael Müller sem kom inn í hans stað. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 13-11 fyrir lok hálfleiksins. Það var smá heppni í nokkrum markanna hjá þeim þýsku en þeir þurftu svo sannarlega á henni að halda.vísir/eva björkEftir hálfleiksræðu Dags komu Þjóðverjar út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og jöfnuðu metin, 13-13. En sóknarleikur liðsins datt aftur niður og Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alilovic hélt áfram að verja úr dauðafærum og þýska vörnin náði ekki að stöðva útsjónarsama sóknarmenn Króata. Dagur reyndi ýmislegt, til að mynda að taka Heinevtter út af í markinu og spila með sjö manna sókn. Það gaf ágæta raun til að byrja með en það fjaraði svo undan því. Króatar héldu áfram að skora sín mörk og þeir þýsku náðu aldrei að ógna forystu þeirra að verulegu ráði. Uwe Gensheimer og Schöngarth voru markahæstir í þýska liðinu með sex mörk hvor en heilt yfir var leikur þeirra þýsku ósannfærandi í dag, bæði í vörn og sókn. Silvio Heinevetter var besti maður liðsins með 21 varið skot en frammistaða hans dugði ekki til að koma þeim þýsku inn í leikinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Mirko Alilovic varði sextán skot, þar af mörg úr dauðafærum. Hafi Þjóðverjar átt einhverja von um að koma sér aftur inn í leikinn sá hann til þess að þær yrðu að engu. Manuel Strlek nýtti færin sín vel og skoraði átta mörk úr níu skotum. Króatía mætir sigurliðinu úr viðureign Danmerkur og Slóveníu í leiknum um fimmta sæti keppninnar á morgun.
HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira